Nagladekk eru ekki leyfileg á tímabilinu frá 15. apríl til 1. nóvember og óæskileg á öðrum tímum.

Nagladekk auka kostnað á viðhaldi gatna með því að slíta malbikið hundraðfalt hraðar en önnur dekk. Einnig auka þau eldsneytiskostnað bifreiða, valda óþarfa hávaða og draga úr loftgæðum með mengun. Neikvæð áhrif svifryks í andrúmslofti á heilsu manna hafa komið sífellt betur í ljós á síðustu árum.

Aðeins má aka á nagladekkjum á fyrrgreindum tíma og rétt er að benda á að ekki fer vel á því að aka nagladekkjum við snjó- eða íslausar aðstæður.