Í gær kynnti Primex á Siglufirði nýja snyrtivörulínu, í Siglufjarðarapóteki.

Varan er unnin úr náttúrulegum efnum, m.a. kítósan, sem er virka efnið. Hugvit og þróun vörunnar kemur frá Primex. Núna voru kynntar tvær nýjar vörur í ChitoCare línunni, sem kallast Body Scrub og Body Lotion.

Hér má sjá nýju vörurnar í “ChitoCare – Natural beauty” línunni frá Primex

 

Fleiri vörur eru í þróun hjá Primex og er stefnt að því að koma fram með andlitsvörur í sömu línu á næsta ári. Þessar vörur eru framhald af ChitoCare sáraspreyi og sárageli sem margir þekkja, og hafa dugað vel til að græða ýmis sár og húðkvilla.

Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir framkvæmda- og markaðsstjóri Primex.

 

Dr. Hélène Liette Lauzon rannsóknar- og vöruþróunarstjóri Primex.

Primex framleiðir líka Liposan línu, sem er fæðubótarefni, og er von á fleiri vörum í þeirri línu einnig. Allt frá árinu 2001 hefur það verið selt sem hráefni til annara framleiðenda svo sem Herbalife, Nowfoods og fleiri aðila. Fæðubótarefnið inniheldur m.a. trefjar, og er “jákvætt hlaðið” sem binst við “neikvætt hlaðið” efni eins og til dæmis fitu og eiturefni, sem hjálpar meltingunni til að losa sig við neikvæðu efnin. Íþróttafólk notar vöruna mikið til að bæta þarmaflóruna og fá meira úthald.

Liposan fæðubótarefnið frá Primex.

 

Með þessu er Primex að fara meira út í að selja neytendavöru, en var áður mest að selja hráefni til annara framleiðenda.

 

Frétt og myndir: Gunnar Smári Helgason