Þriðjudaginn 10. júlí síðastliðinn brá fréttamaður Trölla sér á tónleika með Olga Vocal Ensemble, í Tjarnarborg Ólafsfirði.
Yfirskrift tónleikanna var: “IT’S A Wo-MAN’S WORLD”.

 

Olga Vocal Ensemble á tónleikum í Tjarnarborg Ólafsfirði.

 

Á bakhlið dagskrárblaðs sem gestir fengu við innganginn er texti á ensku, þar sem segir meðal annars, – lauslega þýtt:

“Takk fyrir að koma á tónleikana okkar! Verkefnið ‘It’s a Woman’s World’ hefur verið í bígerð nokkuð lengi og við erum stoltir af því að það kemur nú loks til Íslands! Fólk spyr: ‘Hvers vegna femínismi? Þið eruð karlmenn!’ Svarið er einfalt – við gerum þetta vegna þess að margir telja að karlmönnum sé alveg sama, og við viljum breyta því. Við erum tónlistarmenn, og notum listina til að styðja femínisma og viljum með því veita bæði karlmönnum og konum innblástur”. #heforshe

Tónlistina fluttu þeir “a-capella”, sem táknar án undirleiks. ( a-capella þýðir “í kapellu” og þar var yfirleitt ekki hljóðfæri ).

 

Matthew Smith (tenor)

 

Jonathan Ploeg (tenor)

 

Arjan Lienaerts (baritone)

 

Pétur Oddbergur Heimisson (bass-baritone)

 

Philip Barkhudarov (bass)

 

Olga Vocal Ensemble á tónleikum í Tjarnarborg Ólafsfirði.

 

Túlkunin var á köflum mög lífleg og skemmtileg, hér er dansað og sungið.

 

Hér var engu líkara en blásið væri í lúðra – með nefinu.

 

Kröftugur flutningur.

 

Sviðsframkoman var frumleg og skemmtileg

 

Á efnisskránni voru fjölbreytileg verk, öll samin af konum, eða með sterka tengingu við konur. Viðtökur áheyrenda voru mjög góðar, enda er hér frábær sönghópur á ferð. Í lokin fluttu þeir lag Grýlanna “Hvað er svona merkilegt við það” í bráðskemmtilegri útsetningu, og á íslensku, þótt aðeins einn Íslendingur sé í hópnum.

 

Áheyrendur – í hléi.

 

Áheyrendur – í hléi.

 

Áheyrendur – í hléi.

 

Áheyrendur – í hléi.

 

Grimm túlkun.

 

Upphaflegi sönghópurinn samanstóð af piltum sem stunduðu söngnám hjá Jóni Þorsteinssyni í tónlistarháskóla í Hollandi, þar sem Jón kenndi áratugum saman, m.a. við Utrecht Conservaroty of Music. Síðan hafa tveir þeirra leitað á önnur mið, og aðrir komnir í staðinn. Allir eru þeir hámenntaðir tónlistarmenn.

Jón er nú fluttur aftur heim til Ólafsfjarðar og býr með sínum ektamaka í húsinu Sigurhæðum,
( sem gárungar kalla nú Gólan-hæðir ).

Jón Þorsteinsson söng-prófessor var á tónleikunum ( myndin tekin í hléi )

 

Myndir og texti: Gunnar Smári Helgason

Facebook síða Olga Vocal Ensemble

Mynd af Facebook síðu Olga Vocal Ensemble