„Helstu áherslumálin mín eru fyrst og fremst bættar samgöngur í Fjallabyggð sem myndu þá ganga alla virka daga og um helgar. Ég vil að unga fólkið í Fjallabyggð fái tækifæri til að geta sinnt sínum áhugamálum í Fjallabyggð“
Ólína Ýr Jóakimsdóttir er fædd 11. Maí 1999 í sjúkrabíl við Krossa á Árskógarströnd en hefur alltaf búið í Ólafsfirði.

Móðir Ólínu hún Sæbjörg Ágústdóttir er Ólafsfirðingur en pabbi hennar hann Jóakim Freyr Ólafsson er hálfur Ólafsfirðingur og hálfur Siglfirðingur. Ólína Ýr á þrjár bræður þá Kolbein Arnbjörnsson 34 ára, Ólaf Meyvant Jóakimsson 28 ára og Baldvin Orra Jóakimsson 26 ára, unnusti Ólínu er Axel Reyr Rúnarsson.

Óína Ýr útskrifast frá Menntaskólanum á Tröllaskaga af Félags- og hugvísindabraut núna 19. maí.

„Ég hef reynslu af því að ganga í gegnum skólasameiningu, en ég var í 8. bekk þegar unglingastigið í Grunnskóla Fjallabyggðar sameinaðist og kláraði ég mína skólagöngu á Siglufirði, og var með fyrstu krökkunum sem tóku skólabíl að morgni í skólann frá Ólafsfirði.

Eftir mína reynslu þá er ég á þeirri skoðun að það hafi verið of seint að sameinast í 8. bekk og ef ég hefði haft þann valkost hefði ég kosið að sameinast mínum árgang í 1. bekk. Ég lærði svo margt á sameiningunni, eignaðist nýja vini og upplifði virkilega skemmtilega tíma.“

Áhugamál Ólínu eru íþróttir, ferðast, vera í kringum dýr og samvera með fjölskyldunni. Hún á hundinn Bjart og eins og svo margir í Fjallabyggð er hún líka frístundabóndi og tekur fullan þátt í sauðburði þessa dagana.

 

 

 

Frétt fengin af facebooksíðu: Betri Fjallabyggðar