Lögreglan á Norðurlandi vestra fékk tilkynningu í dag um grunsamlegar mannaferðir í Lýtingsstaðarhreppi sem svipaði til atvikalýsingar þeirra innbrota sem átt hafa sér stað í Lýtingsstaðarhreppi og á Hofsósi síðustu daga. Allt útkallslið lögreglu var sent á staðinn ásamt því að nágranna lögreglulið voru upplýst um málavexti. Í ljós kom að eðlilegar skýringar reyndust á málinu og hefur lögregla því ekki en náð gerendum í umræddum málum.

Nokkrar tilkynningar hafa borist lögreglu síðust daga um að maður hafi bankað og sagst vera að leita að gistingu, og að í einhverju tilfella hefur viðkomandi gengið inn á heimili fólks. Sambærilegar tilkynningar hafa borist lögreglu á Suðurlandi og Austurlandi.

Lögreglan vill í ljósi þessa beina því til íbúa svæðisins að fylgjast með sínu nær umhverfi og tilkynna til lögreglu ef það verður vart við eitthvað óeðlilegt. Lögregla vill jafnframt beina því til fólks að æskilegt er að læsa húsum þegar þau eru yfirgefin.

Verði fólk vart við slíka hegðun vill lögregla beina því til almennings að hafa strax samband við lögreglu í síma 112 og láta vita.

 

Frétt: Lögreglan á Norðurlandi vestra