Uppfærð frétt um tilkynntan hvítabjörn á Melrakkasléttu, sjá eldri frétt á Trölla.is

Í morgun var ákveðið að óska eftir því við Landhelgisgæsluna að þyrla myndi ásamt lögreglu fljúga að nýju yfir svæðið þar sem tilkynnt var um ísbjörn á Melrakkasléttu í gær.

Er það gert í öryggisskyni en engin önnur tilkynning, en sú sem kom í gær, hefur borist lögreglu um björninn.

Viljum við árétta við fólk á svæðinu að ef að það verður vart við dýrið þá skal hafa samband við 112.

Frétt: Lögreglan á Norðurlandi eystra