Fengum fyrirspurn frá bæjarbúa á Siglufirði varðandi ruslatunnur á gangstéttum. 
Hér að neðan má sjá spurningar og svör. Þökkum við Fjallabyggð fyrir greinargóð svör.

Spurt var:
Labba Hólaveginn þegar ég fer upp i Hvanneyraskál og þarf að fara út á götu útaf ruslatunnum sem eru geymdar á gangstéttinni.

Vill trölli athuga hvort þetta sé löglegt ?

 

Svar frá Fjallabyggð:
Almennt þá eiga ruslatunnur að vera innan lóðar hjá íbúum en stundum er illmögulegt að koma því við. Í þessu tilfelli og reyndar í næstu húsum þá ættu að vera hægt að koma tunnum inn á lóðir.

 

Á 229. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar var lagt fram erindi Katrínar Sifjar Andersen þar sem sótt er um leyfi fyrir ruslatunnum fyrir utan Aðalgötu 32, við Lækjargötu.

Nefndin hafnar þeirri staðsetningu sem lögð er fram í erindinu þar sem hún er á gangstétt og kemur til með að hefta aðgengi gangandi vegfarenda um svæðið. Tæknideild falið að vinna að úrlausn málsins.

 

Hér hefur verið bætt við aukatunnu

ÞAÐ MÁ SENDA OKKUR NAFNLAUSA SPURNINGU OG VIÐ LEITUM SVARS:
TILVALIÐ AÐ SENDA OKKUR SPURNINGU, T.D. VARÐANDI SAMFÉLAGSMÁL OG ÞESS HÁTTAR.
VIÐ ÁSKILJUM OKKUR ALLAN RÉTT TIL AÐ ÁKVEÐA HVORT SPURNINGIN EÐA SVARIÐ VERÐA BIRT.
FARIÐ INN Á: AÐ HAFA SAMBAND TIL AÐ BERA FRAM SPURNINGU.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir og aðsendur
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir