Skíðafélag Ólafsfjarðar fer ótroðnar slóðir þegar kemur að fjáröflun. Á dögunum tóku nokkrir aðilar úr félaginu sig til og gerðu við girðingarnar sem eru meðfram þjóðveginum í Héðinsfirði.

Einnig var girðingin, sem áður náði talsvert upp í fjall, færð niður að gangnamunnanum báðum megin, til að minnka viðhald í framtíðinni. Það voru yfirleitt 4-8 sjálfboðaliðar úr skíðafélaginu sem gáfu vinnu sína fyrir félagið, en þegar fréttamenn Trölla bar að garði voru feðgarnir Kristján Hauksson formaður skíðafélagsins og Kristján Már Kristjánsson sonur hans að vinna við girðinguna.

Með þessu eru félagar í skíðafélaginu að safna fyrir nýjum snjótroðara, en auk þess styrkja nokkur fyrirtæki og einstaklingar framtakið.

Girðingin var færð neðar í fjallshlíðina. Mynd/Kristín Sigurjónsdóttir

 

Glæsilegur snjótroðari

 

 

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir af snjótroðara: aðsendar