Á dögunum átti fréttaritari leið suður á fjörð hér á Siglufirði og hitti þar fyrir Hörð Þór Hjálmarsson. Þar var hann að huga að fjárbúskapnum í Bóhem, eins og þeir kalla fjárhúsin sem að þeim standa. Inni í snyrtilegum fjárhúsinu er hópur af vel hirtum og mannelskum rollum og hrútum.
Tók ég sérstaklega eftir því hvað þau voru marglit, greinilegt er að fjáreigendur leggja upp með að rækta flekkóttan bústofn. Þarna ráða ríkjum nokkrir frístundabændur, fjárhúsin eru oft á tíðum eins og félagsheimili þar sem menn hittast og ræða um málefni líðandi stundar.

Hörður Þór Hjálmarsson

Nú er að fara í hönd einn skemmtilegasti tíminn hjá fjárbændum, sauðburðurinn. Hörður Þór tjáði mér að fyrstu lömbin væru væntanleg um 15. apríl og væri vitað að einni þrílembdri og einni fjórlembdri.
Trölli.is ætlar að mæta á svæðið þegar fjör færist í leikinn hjá þeim í Bóhem og fylgjast með gangi mála við sauðburðinn.

Skjáturnar í Bóhem

Texti Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir