Starfræktir verða smíðavellir fyrir börn fædd 2006-2009 á tímabilinu 11. – 30. júlí. Smíðavellirnir verða opnir þrisvar í viku, mánudag, miðvikudag, föstudag kl. 10-12. Verkefnið er í umsjón yfirmanns vinnuskóla.

Börn sem sækja smíðavellina eru á ábyrgð foreldra og er frjálst að koma og fara á þeim tíma sem smíðavellir eru opnir.

Börn sem sækja smíðavelli fá timbur og nagla á staðnum en þurfa sjálf að koma með hamar og sög.

Staðsetning:

Ólafsfjörður: á sléttunni norðan við Ólafsveg, bak við hús Lísu Hauks.

Siglufjörður: á sléttunni fyrir framan mjölhúsið.

Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri í síma 844 5819, rikey@fjallabyggd.is dagana 4.-9.júlí en Haukur Sigurðsson yfirmaður vinnuskóla í síma 863 1466, haukur@fjallabyggd.is eftir 9. júlí.

Frétt: Fjallabyggð
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir