Íslandsmót í einstaklingskeppni í boccia var haldið í Vestmanneyjum helgina 5. -7. okt. Íþróttafélagið Snerpa sendi 5 keppendur til leiks sem allir stóðu sig mjög vel.

Allir keppendur Snerpu komust upp úr sínum riðlum, komust þar með í úrslit og héldu sig í sinni deild.

Sigurjón Sigtryggsson gerði enn betur því hann sigraði í sínum riðli í 2. deild og keppti þar með til úrslita og endaði í 3. sæti. Sá árangur tryggir honum sæti í 1. deild að ári. Snerpa á því orðið 4 keppendur í 1. deild.

Var mótið og öll umgjörð utan um mótið til fyrirmyndar hjá heimamönnum í Ægi.

 

Myndir: Snerpa
Frétt: Frétta- og fræðslusíða UÍF