Veðurstofan greinir frá:

Samráðsfundi snjóathugunarmanna og ofanflóðavaktar Veðurstofunnar lauk í gær

19.10.2018

Í gær lauk árlegum samráðsfundi snjóathugunarmanna og ofanflóðavaktar Veðurstofunnar sem haldinn var í Reykjavík.

Ofanflóðavakt Veðurstofunnar hefur það hlutverk að fylgjast með og spá fyrir um skriðu- og snjóflóðahættu víða um land. Í þeim þéttbýlisstöðum þar sem hætta á snjóflóðum og skriðum er talin umtalsverð starfa snjóathugunarmenn á vegum Veðurstofunnar. Þeirra hlutverk er m.a. að skrá snjóflóð og skriður sem falla á þeirra svæði, fylgjast með og skrá snjódýpt í fjöllum, kanna stöðugleika snjóalaga og aðstoða við rekstur og viðhald mælitækja. Snjóathugunarmenn eru ráðgjafar ofanflóðavaktarinnar þegar kemur að ákvörðunum um viðbrögð vegna ofanflóðahættu, s.s. rýmingar húsa.  Þeir vinna mikilvægt og óeigingjarnt starf og eru nauðsynlegur hluti af ofanflóðavakt Veðurstofunnar.

 

Farið var yfir nýja tækni við mælingar, vöktun og ýmis öryggismál í útivinnu. Hópurinn æfði meðal annars notkun snjóflóðaýla í rigningunni á Veðurstofuhæðinni. (Ljósmynd: Haukur Hauksson)

 

Sjá nánar áhugaverða grein á vedur.is