Viðurkenningin Sproti ársins er veitt ungu fyrirtæki sem hefur skapað eftirtektarverða nýjung í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Það fyrirtæki sem fær verðlaunin í ár er Hótel Laugarbakki.

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2018 fór fram í síðustu viku í Húnaþingi vestra og óhætt er að segja að hún hafi verið frábær. Húnvetningar tóku vel á móti kollegum sínum í ferðaþjónustu og farið var í heimsóknir til ýmissa fyrirtækja á svæðinu og nýr útsýnispallur við Kolugljúfur var sömuleiðis skoðaður. Um kvöldið var haldin vegleg veisla í veislusalnum á Hótel Laugarbakka, þar sem dansinn dunaði fram eftir nóttu.

 

“Það er ekkert lítið verkefni sem þau Hildur Ýr og Örn réðust í þegar þau ákváðu að breyta þessum gamla héraðsskóla hér í heilsárs hótel. Eins og þið hafið nú þegar séð hefur þeim tekist vel upp og herbergin hér eru stórglæsileg. Hótelið er það stærsta á Norðurlandi vestra og með opnun þess opnuðust nýir möguleikar bæði fyrir ferðafólk og þá sem starfa í ferðaþjónustu hér í nágrenninu. Mjög mikilvægt er að hafa svona valmöguleika í gistingu hér á þessu svæði og ekki skemmir fyrir hve auðvelt er að halda hér alls kyns viðburði, ráðstefnur og fleira. Veitingastaðurinn Bakki setur svo punktinn yfir I-ið.”

Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir

 

Vefsíða Hótels Laugargbakka er hér