969. fundur byggðarráðs Húnaþings vestra haldinn þriðjudaginn 19. júní 2018 kl. 08:15 í fundarsal Ráðhússins.

1805050  Lagt fram erindi frá Pálma Ríkharðssyni fyrir hönd stjórnar Hestamannafélagsins Þyts.
Félagið hefur hug á að stækka hringvöll sinn í Kirkjuhvammi um 25 metra til suðurs og vill því kanna hug sveitarstjórnar varðandi aðkomu að tilfallandi verkefnum sem falla til. Einnig bendir hestamannafélagið á að Syðri-Hvammsá sé farartálmi fyrir ríðandi og gangandi vegfarendur að vetri til.

Byggðarráð þakkar erindið og tekur jákvætt í einhvers konar aðkomu að verkefninu en óskar eftir nánari upplýsingum þegar þær liggja fyrir.  Þá þakkar byggðarráð fyrir ábendingu varðandi Syðri-Hvammsána.  Friðrik víkur af fundi undir þessum lið.

Úr fundargerð Húnaþings Vestra