Okkur finnst kannski skrítið að segja þessi orð “Stafrænar fornminjar”.

Eru þær til nú þegar ?

Ó já……… og þú er með fullt af þessu heima hjá þér í allskonar formi sem Þú getur ekki lengur skoðað.

Gamlar slidesmyndir, vídeóspólur, stafrænar og “analoga” af ýmsum stærðum og gerðum með myndum af börnum og barnabörnum……

Það er oft sagt að ef eitthvað á að vera kallað “ANTÍK” að þá séu það HLUTIR sem eru yfir 100 ára.

En í þeirri öru tækniþróun sem hefur átt sér stað síðustu áratugi held ég að annað verði að gilda um ýmis stafræn gögn.

 

Sigló.ís er kannski að syngja sitt síðasta sem bæjarfréttasíða en þar er til mikill heimildarfjársjóður sem við verðum að bjarga.

 

Tökum sem dæmi þann sögulega fjársjóð um lífið, fólkið og tilveruna á Siglufirði sem er til á síðunni siglo.is sem er kannski að syngja sitt síðasta sem bæjarfrétta síða.

Undirritaður veit að á sama “server” eru geymd enn þá eldri heimildir í ólesanlegu formati frá tíma SK – Sigló sem var ein sú fyrsta bæjarmála heimasíða Íslands.

Þessum gögnum verðum við að bjarga og ég veit að það er byrjað á þeirri vinnu.

Ljósmyndasafn Siglufjarðar er þarna líka og sá fjársjóður sem leynist í gömlum ljósmyndum er ómetanlegur. Þetta verður að uppfærast í betra form og þar veit ég líka að Síldarminjasafnið er byrjað að vinna í því. Guði sé lof.

En þú lesandi góður, hvað gerðir þú við gamlar myndir í pappírsformi eða slidsmyndir sem þú fékkst að erfa ?

Hentirðu þeim eða geymir þú þær á réttan hátt ?

Geymir þú gamlar stafrænar vídeóspólur á réttan hátt ? Og það sama gildir um gamla backup diska og minniskubba ?

Ef við töku öll ábyrgð og gerum þetta rétt þá munu allir eiga möguleika á að “lifa að eilífu” (ekki bara kóngar og drottningar) í framtíðar minningum sem við höfum öll aðgang að á netinu.

Pældu aðeins í þessu fyrir sjálfan þig.

Og ekki gleyma að þínar gömlu sem og framtíðar minningar munu bara fá meira og meira gildi fyrir þig og þína þegar þú verður eldri.

Lifið heil og kær kveðja
Nonni Björgvins

Texti og ljósmyndir:

Jón Ólafur Björgvinsson