STEFNUSKRÁ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í FJALLABYGGÐ FYRIR SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018

banner-lit

Rekstur sveitarfélagsins er afar traustur. Áframhaldandi ráðdeild í rekstri gefur okkur tækifæri til frekari uppbyggingar, bættrar þjónustu og síðast en ekki síst, færi á að lækka útgjöld heimilanna á næsta kjörtímabili.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Lækka fasteignaskatt um 10% að lágmarki
  • Hækka tekjuviðmið til afsláttar á fasteignaskatti fyrir öryrkja og eldri borgara svo að fleiri eigi kost á afslætti
  • Auka systkinaafslátt af vistunargjaldi leikskóla. Afsláttur fyrir annað barn hækkar úr 30% í 50%  og afsláttur fyrir þriðja barn hækkar úr 50% í 100%
  • Hækka frístundastyrk til barna og unglinga á aldrinum 4-18 ára úr 30.000 í 40.000
  • Auka niðurgreiðslu á skólamáltíðum til grunnskólanema um 10% að lágmarki
  • Halda áfram að gefa grunnskólabörnum námsgögn
  • Hafa frítt í sund og líkamsrækt fyrir öryrkja og eldri borgara

 

banner_umhv skip

Við ætlum að skipuleggja svæði, fegra umhverfi bæjarkjarnanna og auka nýtingu  opinna svæða með það fyrir augum að geta notið útiveru í fallegu og hreinu umhverfi.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Bæta ásýnd byggðakjarnanna með markvissu átaki í hreinsun og fegrun opinna svæða
  • Ljúka framkvæmdum á fráveitukerfi sveitarfélagsins
  • Halda áfram með göngustíg suður með Ólafsfjarðarvatni
  • Endurbæta opið svæði við MTR ásamt tengingu við grunnskóla og íþróttahús
  • Ljúka breytingum á miðbæ Siglufjarðar í samstarfi við Vegagerðina
  • Ljúka við gerð tjaldsvæðis á Siglufirði ásamt nýrri þjónustustöð í samstarfi við einkaaðila
  • Deiliskipuleggja lóðir fyrir hagkvæmar íbúðir norðan við Hús eldri borgara í Ólafsfirði og á malarvellinum á Siglufirði
  • Gera tjaldsvæðið á Ólafsfirði meira aðlaðandi og endurnýja aðstöðuhús fyrir tjaldgesti með sturtu og þvottaaðstöðu
  • Ljúka við endurbyggingu á vegi upp að golfskála í Skeggjabrekku
  • Halda áfram að endurbæta og malbika eldri götur, göngustíga og gangstéttir í sveitarfélaginu
  • Beita okkur fyrir því að yfirlögn á Aðalgötu í Ólafsfirði og Hvanneyrarbraut á Siglufirði ljúki á næstu tveimur árum í samstarfi við Vegagerðina, draga úr umferðarhraða í þessum götum ásamt aðgerðum í umferðaröryggismálum
  • Stuðla að bættum samgöngum milli byggðarkjarnanna
  • Skipuleggja miðbæjarsvæði í Ólafsfirði
  • Skilgreina svæði fyrir geymslugáma
  • Viðhalda eignum sveitarfélagins

 

banner_hvati

Aðgerðir sem hvetja til nýbygginga eru nauðsynlegar í Fjallabyggð

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Fella niður gatnagerðagjöld við þegar uppbyggðar götur, einungis innheimta tengigjald fyrir  fráveitu og vatnsveitu
  • Veita fjögurra ára greiðsludreifingu á gatnargerðargjöldum á lóðum þar sem gatnagerð er ólokið

 

banner_hafnir

Fjallabyggðarhafnir hafa verið í mikilli sókn síðustu ár og hafa góð tækifæri til frekari sóknar. Nái framtíðaráform um fiskeldi í Eyjafirði fram að ganga mun atvinnustarfsemi í Ólafsfjarðarhöfn aukast svo um munar. Mikil umsvif undirstrika þörfina á áframhaldandi uppbyggingu á hafnarsvæðum og bættri aðstöðu. Vaxandi fjölgun ferðamanna kallar á að hagsmunir ferðaþjónustu og hafna fari saman með skipulagi, fegrun og snyrtingu hafnarsvæða.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Deiliskipuleggja hafnarsvæðið í Ólafsfirði með tilliti til atvinnustarfsemi og gera svæðið snyrtilegt
  • Reka niður nýtt þil á suðursvæði á Siglufirði í samvinnu við Hafnarbótasjóð og gera svæðið snyrtilegt
  • Leita leiða til að auka tekjur af komum skemmtiferðaskipa

 

banner_itro tomst

Í Fjallabyggð er fjölbreytt og öflugt íþróttastarf sem við getum verið stolt af.  Standa þarf vörð um íþrótta- og tómstundastarf, efla forvarnir og stuðla að bættri lýðheilsu íbúa á öllum aldri í  heilsueflandi samfélagi.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Ljúka endurbótum á íþróttamiðstöð á Siglufirði. Breyta aðgengi og endurbæta mannvirkið þannig að það verði aðgengilegt fyrir alla
  • Byggja nýjan gervigrasvöll í Ólafsfirði, með lýsingu og bættri aðstöðu fyrir áhorfendur
  • Hækka styrk Fjallabyggðar til aðildarfélaga Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar UÍF úr 6,5 miljónum í 10 miljónir
  • Halda áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja í samstarfi við íþróttafélög og rekstraraðila

 

banner_fraedslum

Mikilvægt er að í skólum Fjallabyggðar verði áfram rekið metnaðarfullt og framsækið starf samkvæmt gildandi fræðslustefnu með áherslu á jöfn tækifæri, árangur, fjölbreytni og vellíðan nemenda. Stuðlað verði að öflugri skólaþróun og áframhaldandi samstarfi leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla sín á milli og við íþróttafélög og atvinnulíf.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Halda áfram að bæta og nútímavæða, kennslutæki og aðbúnað í leik- og grunnskóla
  • Ljúka við endurbætur á grunnskóla- og leikskólalóðum
  • Stuðla að samþættingu á skóla- og frístundastarfi fyrir 5.-10. bekk
  • Halda áfram að þróa Frístund fyrir 1.-4. bekk í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskóla
  • Efla forvarnir gegn áfengi- og vímuefnum með aukinni fræðslu í Grunnskóla Fjallabyggðar
  • Efla stoðþjónustu í leik- og grunnskóla enn frekar
  • Finna félagsmiðstöðinni Neon framtíðarhúsnæði
  • Halda áfram góðu samstarfi við Dalvíkurbyggð um rekstur Tónlistarskólans á Tröllaskaga
  • Innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í þjónustu fyrir börn og unglinga

 

banner_mmmal

Í Fjallabyggð er fjölbreytt menningar- og listalíf í mikilli sókn. Mikilvægt er að stuðla að frelsi til athafna, sjá til þess að listsköpun fái tækifæri til þess að vaxa og dafna og að menningartengd ferðaþjónusta eflist enn frekar.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Efla starfsemi Menningarhússins Tjarnarborgar og halda áfram að endurbæta húsnæði og tækjabúnað
  • Efla kynningu- og markaðssetningu á sveitarfélaginu
  • Efla upplýsingamiðstöðvar í sveitarfélaginu og gera upplýsingar um ferðaþjónustu, afþreyingu, menningu og þjónustu í Fjallabyggð aðgengilegri
  • Gera málverkasafn sveitarfélagsins sýnilegra bæði í stofnunum bæjarins og víðar um samfélagið í samstarfi við fyrirtæki
  • Styðja áfram við frekari uppbyggingu safna
  • Halda áfram að styðja við hátíðir og menningarviðburði í sveitarfélaginu

 

banner_vfmal

Mikilvægt er að auka öryggi og lífsgæði íbúa á grundvelli samhjálpar og styðja einstaklinga til ábyrgðar og virkrar þátttöku í samfélaginu. Koma þarf til móts við íbúa sem þurfa á félagslegri þjónustu að halda með einstaklingsmiðuðum hætti þannig að þjónustan nýtist sem best og stuðli að auknum lífsgæðum. Efla nærþjónustu við íbúa og auðvelda þeim aðgengi að almennri og sértækri félagsþjónustu og tryggja að þeir upplifi sig sem hluta af samfélaginu.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Stuðla að því að þjónusta við eldri borgara sé fjölbreytt og miði að því að aldraðir geti búið með reisn á heimilum sínum sem allra lengst
  • Tryggja kvöld og helgarþjónustu fyrir þá sem þess þurfa
  • Efla skipulagt félagsstarf og dagdvöl fyrir eldri borgara og öryrkja með það að markmiði að draga úr eða rjúfa félagslega einangrun, efla eða viðhalda færni og stuðla að heilsueflingu
  • Halda áfram með endurbætur og stefnumótun á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hornbrekku og tryggja vistfólki gæða þjónustu í vistlegu heimilisumhverfi
  • Halda áfram með sameiningu minni íbúða í Skálarhlíð á Siglufirði
  • Styðja áfram við starfsemi félaga eldri borgara
  • Bæta aðgengismál fyrir fatlað fólk í sveitarfélaginu
  • Veita fötluðu fólki fjölbreytta og einstaklingsbundna þjónustu sem miðar að valdeflingu, sjálfstæði og þátttöku í samfélaginu
  • Vinna að stefnumótun í búsetumálum fyrir fatlað fólk
  • Beita okkur fyrir því að sjúkrabíll verði staðsettur í Ólafsfirði í náinni framtíð
  • Beita okkur fyrir því að Siglufjarðarflugvöllur verði gerður nothæfur fyrir sjúkraflug  til þess auka öryggi íbúa í Fjallabyggð

 

banner_atvinnumal

Fjölbreytt atvinnulíf þar sem einstaklingsframtak og samtakamáttur fær að njóta sín er forsenda frekari uppbyggingar og velferðar. Mikilvægt er að atvinnulífi verði búið gott starfsumhverfi og sveitarfélagið leggi sitt af mörkum til þess að bjóða góða grunnþjónustu, efla og verja þá atvinnustarfsemi sem fyrir er og búi í haginn fyrir ný störf.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Vinna að því að það komi laxeldi í Eyjafjörð og styðja við áætlanir um fiskeldi á landi. Ef af þessu verður mun það þýða um 100 ný störf
  • Hvetja opinberar stofnanir til þess að flytja verkefni, störf eða stofnanir í Fjallabyggð
  • Hlúa að fyrirtækjum og störfum sem til staðar eru
  • Búa í haginn fyrir hverskonar nýsköpun með góðri grunnþjónustu
  • Markaðssetja sveitarfélagið með tilliti til atvinnutækifæra og búsetu

 

banner_fbtfrt

Á síðustu árum hefur grunnur verið lagður að sókn og uppbyggingu í sveitarfélaginu og er það á þeim grunni sem við byggjum stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins á fyrir kjörtímabilið 2018-2022. Stefnuskrá sem lýsir metnaði okkar til frekari uppbyggingar og bættrar þjónustu fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Með þínu atkvæði ætlum við að:

  • Sýna ábyrga fjármálastjórnun
  • Halda áfram að greiða niður vaxtaberandi skuldir
  • Auka aðgengi íbúa í Ólafsfirði að upplýsingum og þjónustu með því að deildarstjórar hafi viðveru í Ólafsfirði í viku hverri
  • Bjóða upp á fasta viðtalstíma við bæjarfulltrúa einu sinni í mánuði á Siglufirði og í Ólafsfirði

 

Frétt fengin af: facebooksíðu Sjálfstæðisflokks Fjallabyggðar