Grænkálssnakk er tilvalið að nota í janúar þegar þorri landsmanna er að ná sér niður eftir jólin.

Blöðin eru rifin af grænkáli, sett í skál eða poka og velt upp úr dassi af ólífuolíu. Því næst er dreift jafnt úr þeim yfir ofnplötu (setjið bökunarpappír undir).

Kryddið með sjávarsalti og chili explosion og bakið við háan blásturshita (225°) í nokkrar mínútur. Það þarf að vakta ofninn á meðan grænkálið er í honum og jafnvel snúa kálinu. Opnið ofninn annað slagið og tínið út það sem er orðið stökkt.

 

.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit