Þessa dagana stendur yfir á Hvammstanga, bæjarhátíðin Eldur í Húnaþingi, eins og lesendum Trölla.is ætti að vera kunnugt.

Fimmtudagskvöldið 26. júlí voru tónleikarnir Melló Músíka í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Melló Músíka hefur verið fastur liður á Eldinum, en þar koma fram tónlistarmenn úr Húnaþingi vestra, bæði heimamenn og burtfluttir.

Tónleikarnir voru mjög vel sóttir, troðfullt hús út úr dyrum, svo sumir máttu standa frammi í anddyri Félagsheimilisins.

Frétta- og tæknimenn Trölla eru á staðnum og flytja fréttir frá hátíðinni auk þess að senda út tónleika og viðtöl á FM Trölla sem næst á Hvammstanga og nágrenni á FM 102.5, hér á vefsíðunni trolli.is og á FM 103.7 í Fjallabyggð og Eyjafirði.

Upptöku af þættinum má finna á þessari síðu undir liðnum UPPTÖKUR, tónleikarnir byrja u.þ.b. 30 mínútur inni í þættinum ElísaDís / Síld og fiskur.

Harpa, Daníel, Jói og Silli

 

Harpa

 

Mundi

 

Addi og Ellý

 

Kristrún og Daníel

 

Silli

 

Jói og Kristrún

 

Halli

 

Kristín og Logi

 

Mundi, Sveinbjörg, Hulda og Aldís.

 

Benni

 

Benni

 

FM Trölli sendi tónleikana út beint, í góðri samvinnu við þær Elísabetu og Herdísi sem stjórna þættinum ElísaDís á FM Trölla.

Elísabet og Herdís – ElísaDís

 

Skúli á Tannstaðabakka

 

Valdi, Guðrún Ósk og Hrund.

 

Sveinn Óli og Gummi

 

Skúli og dóttir hans Guðrún Eik frá Tannstaðabakka

 

Rannveig og stórsveit Geirs – Addi, Rannveig, Valdi, Geir, Eyþór og Hjörtur.

 

Rannveig

 

Geir Karlsson læknir

 

Dagskrá Elds í Húnaþingi má finna hér.

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir