Sumarsólstöðuhátíð Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar verður haldin laugardagskvöldið 23. júní klukkan 20:00 í Bjarnastofu Þjóðlagasetursins. Margrét Hrafnsdóttir sópransöngkona og Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari flytja þjóðlagaútsetningar eftir Snorra Sigfús Birgisson, Eyjólfur Eyjólfsson leikur á langspil og félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða, flytja tvísöngva og leiða samsöng.

Að dagskrá lokinni verður haldið yfir í Brugghús Seguls 67 þar sem áfram verður kveðið og sungið, en framleiðsla hússins verður á sérstökum hátíðarafslætti.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!