Föstudaginn 4.maí kl. 16:00 opnar sýningin, Hið í Pálshúsi á Ólafsfirði.
Sýning nemenda við Menntaskólann á Tröllaskaga sem hafa verið að skoða myndlist frá sjónarhóli fagurfræðinnar. Sýningin samanstendur af verkum sem fjalla um hið fagra, hið háleita og hið gróteska.
Túlkun þeirra er ólík og nálgast hver viðfangsefnið með sínum hætti.

Sýningin er aðeins þessa helgi og er opin frá föstudegi kl.16 – 18 og laugardegi frá kl. 13 – 16.

Verið að setja upp sýninguna í Pálshúsi

 

Bergþór Morthens

Texti og myndir: Aðsent