Sigurður Gunnarsson er ungur maður sem flutti til Siglufjarðar á unglingsárum. Hann lauk námi frá MTR og hóf síðan Háskólanám á Akureyri og lauk þaðan BA námi í í nútímafræði. Hefur hann síðan hug á að taka meistaranám í sögu við Háskóla Íslands. Sigurður hefur unnið jafnhliða náminu við sjómennsku og í sumar hefur hann starfað við Jökulsárlón í ferðamennsku.

Sigurður hefur haft gaman að því að ferðast og fór til Venesúela árið 2017 og kynntist þá ástinni í lífi sínu, stúlku að nafni Yaniser Silano og giftu þau sig 15. mars í ár. Hún er frá Valencia, næst stærstu borg Venesúela og er menntaður tannlæknir. Sigurður hefur farið þrjár ferðir út til Venesúela og er Yaniser nú í annað sinn hér á landi og vinnur með eiginmanni sínum við Jökulsárlón.

Yaniser Silano lærði tannlækningar við Universidad José Antonio Páez sem er einkarekinn háskóli þar ytra. Hún hefur starfað við tannlækningar frá því hún var unglingur, fyrst sem aðstoðarkona mömmu sinnar sem einnig er tannlæknir og á tannlæknastofu í Venesúela. Síðan sem Tannlæknir á stofu móður sinnar.

Yaniser Silano

 

Frændi hennar starfar fyrir Bandaríska hafnaboltaliðið Colorado Rockies og eru þeir með marga leikmenn frá Rómönsku Ameríku sem æfa í Santo Domingo, höfuðborg Dóminíska lýðveldisins. Þessa leikmenn vantaði almennilega tannlækna þjónustu og fóru þær mæðgur að fara reglulega til Santo Domingo til að gera við tennur hafnaboltaleikmannanna.

Nú er verið er að þýða alla háskóla pappírana hennar frá spænsku yfir á ensku svo hún geti fengið starfsleyfi sem tannlæknir á Íslandi en þangað til þá má hún gera tannhvíttanir. Sigurður segir þó alveg óráðið hvar þau komi til með að setjast að í framtíðinni.

Þau hjónin ætla nú að fara til Siglufjarðar í nokkra daga til að heimsækja ættingja og ætlar Yaniser að bjóða upp á tannhvíttanir dagana 30. ágúst til 1. september.

Sjá nánar hér: Skínandi tannhvíttun

Hamingjusöm hjón

 

Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndir: úr einkasafni