Tvíburabræðurnir Júlíus og Tryggvi Þorvaldssynir hafa verið að vekja athygli undanfarið hér í Fjallabyggð og víða fyrir tónlistaflutning og ljúfa framkomu. Þessir efnilegu bræður eru einnig í unglingahljómsveitinni Ronju og ræningjunum, hefur sá hópur verið að koma fram við ýmis tækifæri í vetur.

Einnig eru þeir með fastan þátt einu sinni í mánuði á FM Trölla þar sem þeir fjalla um tónlist og spila nokkur lög í beinni. Þættirnir eru frumfluttir á fyrsta fimmtudegi hvers mánaðar kl. 17.00 og endurfluttir á þriðjudögum kl. 21.00.

Fyrir skömmu síðan komu þeir fram í viðtali á N4, má heyra það viðtal hér að neðan.

 

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Myndband: N4