Fengum nýlega þessa fyrirspurn frá lesanda og sendum þessa fyrirspurn til Fjallabyggðar.

Af hverju er tjaldstæðið á Ólafsfirði ekki opið á veturna?
Síðastliðinn vetur vorum margir túristar að reyna koma bílum sínum fyrir og tjalda, sem nær ómögulegt var að gera þar sem snjó var mokað yfir svæðið?


Á 568. fundi bæjarráðs, þann 21. 08. 2018, óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra fræðslu,- frístunda,- og menningarmála vegna erindis frá Bolla og bedda ehf um að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið yfir vetrartímann vegna aukins fjölda húsbíla.

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu,- frístunda, og menningarmála þar sem fram kemur að athugun hafi leitt í ljós að opnunartími í nágrannasveitarfélögum samkvæmt heimasíðu tjalda.is hafi leitt í ljós að opnunartími tjaldsvæðis í Ólafsfirði sé mjög svipaður og á flestum öðrum tjaldsvæðum á Norðurlandi. Einungis tjaldsvæðin á Blönduósi og í Kjarnaskógi eru opin allt árið en í Kjarnaskógi er aðeins full þjónusta yfir sumartímann.

Deildarstjóri telur ekki ástæðu til að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið allt árið ef tekið sé mið af opnunartíma annarra tjaldsvæða á Norðurlandi. Deildarstjóri bendir hins vegar á að samræma ætti opnunartíma tjaldsvæða í Fjallabyggð og lengja opnunartíma tjaldsvæðis í Ólafsfirði til 15. október, í stað 15. september í samræmi við tjaldsvæðið á Siglufirði.

Bæjarráð telur, í ljósi ofangreinds, ekki ástæðu til að hafa tjaldsvæðið í Ólafsfirði opið yfir vetrartímann en felur deildarstjóra að ræða við forsvarsmenn Bolla og bedda ehf um opnun til 15. október í samræmi við opnunartíma tjaldsvæðis á Siglufirði. 

 

Úr fundargerð 571. fundar Bæjarráðs Fjallabyggðar þann 11. september 2018
Mynd: Tjaldsvæði Ólafsfjarðar