Hjónin Smári Valtýr Sæbjörnsson matreiðslumaður og Selma Hrönn Maríudóttir rafeindavirki, vefráðgjafi og vefhönnuður, fluttu til Siglufjarðar í ágústmánuði fyrir tæpu ári síðan.

Selma Hrönn og Smári Valtýr reka fjölskyldufyrirtækið Tónaflóð, tonaflod.is, en Selma stofnaði fyrirtækið árið 1989. Tónaflóð var upphaflega sett á laggirnar í tengslum við útgáfu á lögum og textum eftir Selmu og tók svo síðar stefnuna í átt að vefsíðugerð. Vefsíðugerðin hefur verið starfrækt óslitið frá árinu 1996 og er fyrirtækið með elstu veffyrirtækjum landsins.  Viðskiptavinir skipta hundruðum og verkefnin eru stór og smá. Þau hafa m.a. smíðað viðbót við Word Press vefumsjónarkerfið, eða “plug-in” eins og það er oftast kallað. Ríflega 20.000 manns víða um heim nota nú viðbótina sem kallast „Date Remover“ og gerir vefumsjónarfólki kleift að fjarlægja dagsetningar úr völdum flokkum í færslusafni WordPress vefa. Nánar hér á heimasíðunni þeirra.

 

Hjónin skipta þannig með sér verkum að Selma er vefhönnuður og forritari fyrirtækisins og Smári sér um sölu- og markaðsmál. Hann er matreiðslumaður að mennt og það er því kannski ekki tilviljun hvað þau hafa hannað marga vefi sem tengjast mat og drykk.

Foreldrar Selmu eru Kristín María Jónsdóttir og Gylfi Ægisson. Selma Hrönn bjó á Siglufirði í nokkur ár sem barn.

Þau hjónin halda líka úti vefnum veitingageirinn.is.  Selma sér um vefmál og Smári skrifar fréttir tengdar mat og vínum og hefur gert frá stofnun vefsins árið 1995.

 

Hér eru smá brot af myndböndum af lögum og textum eftir Selmu:

https://www.youtube.com/watch?v=66hSQQFOILw

https://www.youtube.com/watch?v=7Jwh9kX6B7Q

Hér má einnig sjá ágrip af tónlistarsögu Selmu:

https://glatkistan.com/2017/03/12/selma-hronn-mariudottir/

Starfsferill Smára:

https://www.tonaflod.is/smari-valtyr-saebjornsson/

Frétt: Gunnar Smári Helgason
Myndir úr einkasafni