Varúð, smá nördalegt dót !

Þegar maður er á Facebook appinu í iPhone síma eða iPad spjaldi og opnar t.d. frétt frá Trölla, opnast fréttin í Facebook appinu en ekki í “venjulegum” vafra eins og Safari, sem er innbyggður í þessi tæki. Þetta gerir Facebook til þess að notandinn yfirgefi ekki appið, sem þýðir að Facebook fær meiri umferð og heldur augasteinum okkar föstum á appinu.

Þetta blessað app er hins vegar nokkuð frumstæður vafri, þannig að það er t.d. ekki hægt að stækka myndir og letur, sem getur verið pirrandi.

Við þessu er eitt ráð sem ég ætla að lýsa hér með nokkrum skjámyndum af iPhone símanum mínum.

 

Ég er á Facebook í iPhone símanum og sé frétt sem ég opna með því að “smella” á hana eins og örin sýnir.

Ég er á Facebook í iPhone símanum og sé frétt sem ég opna með því að “smella” á hana eins og örin sýnir.

 

 

Nú birtist forsíðumynd fréttarinnar og ég “smelli” á fyrirsögnina.

Nú birtist forsíðumynd fréttarinnar og ég “smelli” á fyrirsögnina.

 

 

Fréttin opnast í Facebook appinu, en efst hægra megin má “smella” á 3 punkta til að fá fram valmynd sem segir m.a. “Open in Safari” Ég “smelli” á það og …..

Fréttin opnast í Facebook appinu, en efst hægra megin má “smella” á 3 punkta til að fá fram valmynd sem segir m.a. “Open in Safari” Ég “smelli” á það og …..

 

 

… Wollah, fréttin opnast í Safari og ég get allt !

Þessi sama leið er líka hentug til að skoða vefmyndavélarnar okkar í iPhone / iPad

 

Frétt: Gunnar Smári Helgason