Vaðlaheiðargöng eru veggöng undir Vaðlaheiði, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. Göngin eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og heildarlengd vegskála er 280 m, samtals um 7,5 km. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km og ekki þarf lengur að fara um fjallveginn Víkurskarð þar sem vetrarfærð er oft erfið.

 

Úr Vaðlaheiðargöngum. Mynd: Björn Haraldsson

 

Gjald­taka í Vaðlaheiðargöng­um hófst í gær 2. janúar. Göng­in voru opnuð fyr­ir um­ferð 21. des­em­ber og hafa öku­menn getað ekið gjald­frjálst í gegn­um göng­in en þurfa hér eft­ir að greiða á bil­inu 700 til 6.000 krón­ur fyr­ir ferðina.

Fullt veggjald fyr­ir fólks­bíl er 1.500 krón­ur og 6.000 krón­ur fyr­ir flutn­inga­bíla og rút­ur. Hægt er að kaupa tíu, 40 eða 100 ferðir í einu og þannig lækk­ar gjaldið á fólks­bíla niður í 1.250, 900 eða 700 krón­ur.

 

Úr Vaðlaheiðargöngum. Mynd: Björn Haraldsson

 

 

Hér má sjá klukkutíma langan þátt N4 um Vaðlaheiðargöng, umfjöllun er frá mörgum sjónarhornum og rætt við fjölda fólks. Birt með góðfúslegu leyfi N4.

 

 

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um gjald­tök­una má finna í mynd­skeiðinu hér að neðan.

 

 

Forsíðumynd: skjáskot úr myndbandi N4