Það er alltaf ánægjulegt að fylgjast með vorboðunum hér á Siglufirði. Á dögunum mætti álftarparið okkar hér á Langeyratjörn og heyrst hefur af lóunni. Einnig er gleðilegt að heyra í götusóparanum, sem er einn af hinum árlegu vorboðum þegar hann keyrir hér um götur bæjarins og þrífur upp ryk og aur sem safnast hefur yfir vetrartímann.

Íbúar bæjarins eru einnig farnir að taka til á lóðum og í kringum sig til og undirbúa konu sumarsins þótt enn sé snjór í sumum görðum.

Það er greinilega vor í lofti víða.

Texti: Kristín Sigurjónsdóttir
Mynd: Kristín Sigurjónsdóttir