Dagana 26.-30. júni stendur yfir WOW Cyclothon, sem haldið er í sjöunda sinn. Á meðan liðin hjóla keppa þau einnig í söfnun áheita til styrktar góðs málefnis. Annað árið í röð mun upphæðin renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Í fyrra söfnuðust rúmlega 20 milljónir og nú eins og í fyrra mun allt söfnunarféið renna beint inn í tekjuskiptakerfi félagsins og þannig nýtast í starfi eininganna.

Hægt er að skoða nánar um málið, t.d. sjá kort af leiðinni, hvernig söfnunin gengur og fylgjast með þátttakendum með því að smella hér.

Keppendur í WOW Cyclothon safna áheitum fyrir ákveðið málefni ár hvert. Í gegnum tíðina hafa fjölmörg góð verkefni hlotið styrk í gegnum áheitasöfnun keppninnar og má þar t.d. nefna Hjólakraft, Landsspítalann og Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

Áheitum er safnað með SMS’um, SMS er sent í á ákveðið númer, sem má sjá hér að neðan. með áheitanúmeri þess liðs sem heitið er á. Það lið sem safnar flestum áheitum er svo heiðrað sérlega á lokahófi keppninnar.

901-5001  – 1000 kr
901-5002 – 2000 kr
901-5005 – 5000 kr
901-5010 – 10.000 kr

Einnig er hægt að leggja til hærri upphæðir með millifærslu. Mjög mikilvægt er að senda greiðslukvittun með e-maili og setja áheitanúmer í skýringu.

Kennitala: 540313-0590
Reiknings númer: 0701-26-055403
Email fyrir kvittun: wowcyclothon@wowcyclothon.is
Skýring: Áheitanúmer liðs

 

Af: www.wowcyclothon.is