Tekist hefur að ljúka 138 aðgerðum af 189 í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu eða um ¾ af þeim aðgerðum sem lágu fyrir að ráðist yrði í á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar þann 1. desember 2017. 

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sýndi á blaðamannafundi í Reykjanesbæ dag yfirlit yfir vinnu ríkisstjórnarinnar að þeim aðgerðum sem lagt var af stað með í upphafi kjörtímabilsins.

Það sem eftir stendur eða um fjórðungur aðgerðanna er kominn vel á veg, þrátt fyrir heimsfaraldur og hamfarir, en COVID-19 hefur breytt allri starfsemi stjórnarráðsins á síðari hluta kjörtímabilsins og náttúruöflin verið óvægin með snjóflóði á Flateyri,  aurskriðum á Seyðisfirði, fárviðri veturinn 2019-2020 og eldgosi á Reykjanesi.

Unnið hefur verið í öllum 189 aðgerðum stjórnarsáttmálans á kjörtímabilinu en stöðu þeirra allra má sjá á heimasíðu stjórnaráðsins.

Staða aðgerða í stjórnarsáttmála

Mynd/aðsend