Advertisement

Dagur: 1. maí, 2018

Varptími fugla hafinn

Vakin er athygli á því að nú er varptími fugla hafinn. Því eru hunda- og kattaeigendur vinsamlega beðnir að taka tillit til þess og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda skepnum sínum frá þessum fiðruðu vorboðum. Á Siglufirði er það svæðið í kringum Leirurnar, Langeyrartjörn og á tanganum við Innri höfn. Í Ólafsfirði er það svæðið í kringum Ólafsfjarðarvatn. Varðandi hundasvæði á Siglufirði þá er það í Skútudal sunnan vegarins sem liggur upp í Héðinsfjarðargöng. Svæðið er óafgirt og stórt. Hægt er að nálgast svæðið frá tveimur stöðum. Þegar keyrt er frá bænum er hægt...

Lesa meira

Ók á ofsahraða með fjögur börn í aftursætinu

Þann 1. maí, á fyrsta degi hækkaðra sekta vegna brota á umferðarlögum, hefur lögreglan á Norðurlandi vestra kært 32 ökumenn vegna of hraðs aksturs. Það vekur athygli að allir íslenskir ökumenn sem að stöðvaðir voru, voru meðvitaðir um hækkunina. Það er umhugsunarvert. Einn af þeim erlendu ökumönnum sem að stöðvaðir voru í dag var á 137 km. hraða, með fjögur börn í aftursæti, sem og var bifreið hans sem er bílaleigubifreið ótryggð. Voru skráningarnúmer bifreiðarinnar klippt / tekin af henni og fólkinu komið í húsaskjól hvar þau voru í sambandi við bílaleiguna frekar óhress. Ökumaðurinn situr hins vegar upp...

Lesa meira

1. maí á Siglufirði

1. maí dagskrá var haldin í sal stéttafélaganna, að Eyragötu 24.b á Siglufirði í dag. Margrét Jónsdóttir flutti ávarp 1. maí nefndar stéttafélaganna af mikill röggsemi við góðar undirtektir gesta. Þar rakti hún m.a. sögu kjarabaráttunnar og minnti á það helsta sem baráttan hefur skilað, og að henni lýkur í raun aldrei.  Einnig var farið yfir baráttumál aldraðra og öryrkja. Að loknu ávarpi fengu gestir sér girnilegar kaffiveitingar, sem runnu ljúflega niður. Kjörorð dagsins voru „Sterkari saman“ og fengu allir gestir 1. maí merki, með þeirri áletrun, í barminn þegar þeir gengu í salinn, og skrifuðu svo í gestabók...

Lesa meira

Trölli.is í loftið

Þann 1. maí hefur nýr fréttavefur, Trölli.is starfsemi sína. Forsvarsmenn vefsins eru þau Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári Helgason á Siglufirði. Síðan verður alhliða frétta-, upplýsinga- og auglýsingavefur fyrir svæðið frá Húnaþingi vestra og austur í utanverðan Eyjafjörð. Gunnar Smári hefur rekið útvarpstöðina FM Trölla undanfarin átta ár, sem hefur senda í Hrísey sem sendir út í utanverðum Eyjafirði, Ólafsfirði, Siglufirði og Hvammstanga. Næst stefnir FM Trölli á að setja upp endurvarpstöð á Sauðárkróki og verður því verki lokið í byrjun sumars.  Auk þess vinnur Gunnar Smári við hljóðvinnslu, hljóðupptökur, forritun, nýsköpun og rafeindasmíði. Kristín rekur ljósmyndastofuna KS Art...

Lesa meira

Lagningu ljósnets á Siglufirði að ljúka

Míla hefur hafist handa við lagningu Ljósnets til þeirra heimila sem eftir er að tengja á Siglufirði. Míla hefur hafist handa við lagningu Ljósnets til þeirra heimila sem eftir er að tengja á Siglufirði, en áður var búið að tengja stóran hluta heimila með Ljósneti frá símstöð. Þar með verða öll heimili í bænum komin með möguleika á 50Mb/s nettengingu um Ljósnet Mílu. Ætlunin er að setja upp þrjá götuskápa; við Suðurgötu 44 og Hafnargötu 23, sem munu þjóna heimilum innst í bænum og við Hvanneyrarbraut 52, sem mun þjóna heimilum yst í bænum. Nú standa yfir framkvæmdir við...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal