Advertisement

Dagur: 8. maí, 2018

Þrír flokkar bjóða fram í Fjallabyggð

Þrjú gild framboð bjóða fram í Fjallabyggð til sveitastjórnarkosninga, sem fram fara þann 26. maí 2018 Búið er að úthluta listabókstöfunum D, H og I.  D listi, Sjálfstæðisflokks, H listi, Fyrir heildina og I listi, Betri Fjallabyggð. Yfirkjörstjórn Fjallabyggðar hefur úrskurðað að öll framboðin hafa uppfyllt skilyrði varðandi samþykki frambjóðenda, fjölda meðmælenda og önnur atriði sem komu til skoðunar. D-listi Sjálfstæðisflokks 1.Helga Helgadóttir 2. Sigríður Guðrún Hauksdóttir 3. Tómas Atli Einarsson 4. Ólafur Stefánsson 5. Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir 6. Ingvar Á Guðmundsson 7. Gauti Már Rúnarsson 8. Guðmundur Gauti Sveinsson 9. Sigríður Guðmundsdóttir 10. Díana Lind Arnarsdóttir 11. Jón Karl...

Lesa meira

Hve glöð er vor æska

KF í Fjallabyggð sendi nokkur lið á Stefnumótið sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. „Mjög gaman að fylgjast með þessum duglegu krökkum og sjá miklar framfarir frá því síðastliðið sumar“ segir Guðný Ágústdóttir sem fylgdi 7. og 8. flokk eftir með myndavélina. það er gaman að sjá gleðina og heilbrigðan keppnisanda hjá börnunum sem þessar frábæru myndir bera með sér og látum við myndirnar tala sínu máli hér að neðan.                                           Myndir: Guðný Ágústsdóttir Texti: Kristín...

Lesa meira

Samið um sjúkraflutninga í Ólafsfirði

Lending hefur náðst um fyrirkomulag sjúkraflutninga í Ólafsfirði. Í verður dag skrifað undir samning um að björgunarsveitin á Ólafsfirði taki að sér að mynda viðbragðsteymi.  Bakvakt fyrir sjúkraflutninga á Ólafsfirði var lögð niður fyrir tæpu ári og hefur sjúkraflutningum verið sinnt frá Siglufirði og Dalvík. Illa hefur gengið að koma á fót viðbragðsteymi sjálfboðaliða, sem átti að veita fyrstu hjálp í neyðartilfellum, eftir að vaktin var lögð af. Heilbrigðisstofnun Norðurlands vildi að björgunarsveitin tæki verkefnið að sér en margir íbúar mótmæltu og tóku ekki annað í mál en að fyrirkomulaginu yrði breytt til fyrra horfs. Skrifað undir samning í...

Lesa meira

Spenna á Suðurgötunni

Þann 7. mars fundaði Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar.  Í fundargerð má finna meðal annars: 4. 1803019 – Endurnýjun byggingarleyfis – Suðurgata 49 Siglufirði Lögð fram umsókn dagsett 7. mars 2018 þar sem Hörður Þór Rögnvaldsson fyrir hönd Ikaup ehf. sækir um endurnýjun byggingarleyfis sem samþykkt var í maí 2013, vegna breytinga á húsi við Suðurgötu 49 á Siglufirði. Einnig lagðir fram aðaluppdrættir ásamt skráningartöflu og gátlista byggingarfulltrúa. Nefndin samþykkir framlagðar teikningar og felur tæknideild að grenndarkynna fyrirhugaðar framkvæmdir aðliggjandi lóðarhöfum. Þetta lítur ósköp sakleysislega út, en í fundargerð nefndarinnar þann 30. apríl má sjá að hitnað hafði í kolunum hjá...

Lesa meira

ÓLÖF BIRNA BLÖNDAL OPNAR EINKASÝNINGU

Ólöf Birna Blöndal opnar einkasýninguna „Þótt líði ár og öld“  í Ráðhússalnum Gránugötu 24 á Siglufirði  laugardaginn 19. maí kl. 14:00. Allir velkomnir. Sýningin er haldin í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu föður Ólafar Birnu, Óla J. Blöndal en hann lést í nóvember 2005. Óli J. Blöndal starfaði lengst af sem verslunarmaður á Siglufirði. Hann vann síðustu starfsár sín sem forstöðumaður Bókasafns Siglufjarðar. Hann starfaði við bókasafnið til ársins 1996. Á þeim árum bættust veigamiklir starfsþættir við safnið m.a. tók það að sér vörslu Héraðsskjalasafns og komið var upp tónlistardeild. Óli var frumkvöðull að því að hefja minningu...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal