Advertisement

Dagur: 9. maí, 2018

Arionbanki lokar í dag

Í dag, miðvikudaginn 9. maí 2018 er síðasti dagur bankaþjónustu í Ólafsfirði. Útibú Arionbanka hefur að undanförnu verið eini bankinn í Ólafsfirði, en þar verður starfsemi lögð niður kl 16 í dag. Öll önnur þjónusta verður óbreytt, símanúmer, tölvupóstföng og Arion appið virka áfram. Nýr innlagnar- hraðbanki hefur verið settur upp, sem einnig er hægt að taka út peningaupphæð allt að 300.000 Kr.     Allir starfsmenn útibúsins halda sinni vinnu, sem færist til Siglufjarðar. Í tilefni dagsins er boðið upp á léttar veitingar frá kl 13 – 16. Þessar myndir voru teknar í útibúinu í dag.    ...

Lesa meira

Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race haldið í fimmta sinn

Fjallaskíðamótið „Super Troll Ski Race“ verður haldið í fimmta sinn í Siglufirði um næstu helgi 11.-13. maí. Metfjöldi þátttakenda er skráður til leiks að þessu sinni enda fjallaskíðaíþróttin í mikilli sókn hérlendis. Að þessu sinni verða tvær leiðir í boði um fjöllin innan Siglufjarðar. 15 km. leiðin er  fyrir lengra komna og svo verður farin 8km leið fyrir þá sem vilja kannski fara hægar yfir en reyna samt vel á sig. Tímataka verður á báðum leiðum og vegleg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin á hvorri leið. Verndari mótsins er Tómas Guðbjartsson læknir og mun hann fylgja keppendum á styttri...

Lesa meira

Eldri borgarar snappa í MTR

Segja má að hlutverkum hafi verið snúið við í kennslustund í upplýsingatækni í gær. Nemendur voru átta eldri borgarar frá Siglufirði en kennarar voru nemendur í áfanganum.Nemendurnir lærðu meðal annars á Snapchat, Facebook, YouTube, tölvupóst, Safari, Garnstudio og Ravelry á þessu örnámskeiði. Sólveig L. Brinks ein þeirra sem tók þátt í kennslunni segir að þetta hafi verið ánægjuleg stund, sér hafi liðið eins og hún væri að leiðbeina afa og ömmu. Í síðustu viku undirbjuggu upplýsingatækninemendurnir sig fyrir þessa tilsögn. Þau áttu að undirbúa tvö verkefni og hafa tiltækt fjölbreytt námsefni. Það mátti vera eitthvað sem eldri borgararnir hefðu...

Lesa meira

Ánægja foreldra hefur minnkað um 9,1% á milli ára

  Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar – 54.fundur – 7. maí 2018, lagði fram foreldrakönnun Skólapúlsins í Grunnskóla Fjallabyggðar. Undir þessum lið sat Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og Erla Gunnlaugsdóttir fulltrúi kennara. Skólastjóri fór yfir helstu niðurstöður foreldrakönnunar Skólapúlsins. Könnunin var gerð meðal foreldra grunnskólanemenda í febrúar sl. Niðurstöður voru eftirfarandi.   Frétt fengin af vef:...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal