Advertisement

Dagur: 10. maí, 2018

Grænlandsmyndir eftir Ragnar Axelsson

Baldvin Einarsson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir voru í dag að hengja upp svarthvítar Grænlandsmyndir eftir Ragnar Axelsson sem sýndar verða á Saga-Fotografica ljósmyndasögusafninu á Siglufirði í sumar. Sýningin opnar þann 17. Auk mynda Ragnars verða ljósmyndir Jónu Þorvaldsdóttir og sýndar þar. Þær eru líka svarthvítar, prentaðar með svokallaðri bromoil aðferð. Báðar sýningarnar eru einsktaklega glæsilegar og gaman er að fá þær hingað norður til okkar!     Texti og mynd: Björn Valdimarsson Sjá heimasíðu: Björns...

Lesa meira

Ungað út í beinni

Fyrir nokkrum árum hengdi ég upp litla bastkörfu í þakskeggið fyrir ofan svalirnar á húsinu mínu hér á Siglufirði í von um að fuglar myndu gera sér þar hreiður. Í nokkur sumur kom þröstur og verpti í körfuna, mér og mínum til mikillar ánægju. Það er mjög notaleg tilfinning að fugl vilji verpa í eitthvað sem maður hefur gert. Svo kom að því að karfan var orðin svo léleg að ég var hræddur um að hún dytti í sundur með voðalegum afleiðingum.  Ég fann aðra körfu, dálítið stærri, og hengdi upp í stað þeirrar gömlu og vonaði að fuglinn...

Lesa meira

Dónabrandarar og Tinder

Hið árlega skemmtikvöld Sinawik á Siglufirði var haldið á Rauðku miðvikudagskvöldið 9. maí. Um það bil 100 hressar konur mættu á skemmtunina sem var hin veglegasta og mikið um dýrðir. Boðið var upp á fordrykki, ljúffengt lambakjöt, meðlæti og dýrindis franska súkkulaðiköku í desert. Happdrætti þar sem Siglufjarðarapótek, Snyrtistofa Hönnu Siggu, Primex og Hrímnir hár og skegg gáfu veglega vinninga. Skemmtiatriðin voru ekki af verri endanum, Dívurnar tróðu óvænt upp, frábærar að vanda, tískusýning í boði Siglósports og Hjarta bæjarins, make-over þar sem Aafke Roelfs var boðið upp á klippingu hjá Sirrý, förðun hjá Ásdísi og klædd upp í...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal