Advertisement

Dagur: 11. maí, 2018

Rekstrarniðurstaða jákvæð um 160 milljónir

Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2017. Rekstrarniðurstaða jákvæð um 160 mkr. Ársreikningur Fjallabyggðar var lagður fram til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi 2. maí 2018. Helstu niðurstöður eru eftirfarandi: 1. Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs Fjallabyggðar (A+B hluti) var jákvæð um 160 mkr. fyrir árið 2017, en var jákvæð um 199 mkr. árið 2016, þrátt fyrir gjaldfærslu vegna Lífeyrissjóðsins Brúar upp á 75 millj.kr.. 2. Rekstrartekjur A og B hluta námu 2.653 mkr. á árinu 2017, en voru 2.319 fyrir árið 2016. Mestu munar um að Hornbrekka var tekin inn í samstæðu Fjallabyggðar sem b-hluta fyrirtæki. 3. Rekstrargjöld ársins 2017 námu 2.483 mkr. en...

Lesa meira

Skíði og skemmtun

Fjallaskíðamótið Super Troll Ski Race hefst laugardaginn 12. maí kl.12.00 á Siglufirði. Keppendur byrja í Skútudal og er endamark í Skarðsdalnum við Skíðaskálann. Í dag föstudaginn 11. maí kl. 18.00 var móttaka keppenda á Rauðku og farið yfir snjóflóðabúnað. Þær upplýsingar fengust á facebook síðu Skarðsdals að það verður opið á morgun laugardaginn 12. maí frá kl 11:00 á skíðasvæðinu og þar til allir keppendur verða komnir í mark um kl 16-17 Aðstæður eru þannig að á neðsta svæðinu hefur tekið töluvert upp en á efri svæðum lítur svæðið nokkuð vel út. Að sjálfsögðu er mikið vorfæri. Nú gildir að...

Lesa meira

Sjúkraflutningar á Ólafsfirði

Eitt mesta hitamál sem yfir Ólafsfjörð hefur dunið nú í seinni tíð er brotthvarf sjúkrabílsins síðastliðið sumar. Mikil reiði meðal fólks og fólk upplifði öryggisleysi. Skiljanlega því öll viljum við hafa sjúkrabíl. Síðasta vor birtist yfirlýsing frá forstjóra HSN (JHB). Þar sem óskað var eftir aðkomu slökkviliðs og eða Björgunarsveitarinnar Tinds (BT) að vettvangsliðateymi. Bæjaryfirvöld neituðu aðkomu slökkviliðs að málinu, BT situr með Svarta Pétur. Nú ætla ég að lýsa atburðarrásinni. Mín fyrstu viðbrögð við þessari yfirlýsingu voru þau að hringja í forstjóra HSN og krefja hann svara um vinnubrögðin, af hverju fór hann þessa leið að óska aðkomu...

Lesa meira

Yfirtaka reksturinn

Fjallabyggð hefur gert rekstrarsamning við fyrirtækið Kjarabakka ehf um rekstur tjaldsvæða Fjallabyggðar á Siglufirði. Starfsmenn fyrirtækisins eru þeir Gestur Þór Guðmundsson og Sigmar Bech og munu þeir annast rekstur og umsjón tjaldsvæðanna sumarið 2018. Tjaldsvæðin á Siglufirði eru tvö, annað staðsett í miðbænum við ráðhústorgið og smábátabryggjuna og hitt sunnan við snjóflóðavarnargarðinn Stóra bola. Þann sama dag og þeir félagar opna tjaldsvæðið yfirtaka þeir rekstur á Harbour House sem staðsett er á hafnarsvæðinu á Siglufirði og opnar það kl. 17.00 föstudaginn 11. maí.   Sigmar Bech er ættaður héðan frá Siglufirði, hefur hann dvalið hér undanfarin ár og starfað á...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal