Advertisement

Dagur: 13. maí, 2018

Mæðradagurinn

Mæðradagurinn er alþjóðlegur dagur mæðra og er hugsaður til að heiðra starf þeirra. Dagurinn á sér þó ekki einn alþjóðlegan mánaðardag eða mánuð en oftast er haldið upp á hann í mars, apríl eða maí. Algengast er að þjóðir láti hann bera upp á annan sunnudag maímánaðar (8 – 14. maí) ár hvert. Þannig er það til dæmis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Það er þó ekki algilt. Í Noregi er mæðradagurinn til dæmis haldinn annan sunnudag í febrúar, á Bretlandi og Írlandi er hann fjórði sunnudagur í lönguföstu, í Arabalöndum er hann haldinn á jafndægri á vori (21....

Lesa meira

Nanna Franklín 102 ára

Í gær, varð Hallfríður Nanna Franklínsdóttir eða Nanna Franklín eins og Siglfirðingar jafnan nefna hana, 102 ára gömul. Hún fæddist 12. maí 1916 að Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Nanna Franklínsdóttir dvelur nú á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði Nanna hefur ætíð verið létt í lund, fylgist grannt með bæjarlífi og þjóðmálum. Hún hefur svo sannarlega húmorinn á réttum stað og sagði Steingrímur Kristinsson einn góðan af henni þegar var haldið upp á 100 ára afmæðið hennar fyrir tveimur árum. Þegar aldur Nönnu barst í tal þá nefndi Steingrímur að það væru einungis 18 ár þar til hann næði þessum stóráfanga....

Lesa meira

Vínilvinir

Síðan um miðjan vetur hafa vínilvinir hist mánaðarlega hjá Þórarni Hannessyni í Ljóðasetrinu til að hlusta á LP plötur, spjalla um tónlist og drekka kaffi. Þetta hafa verið hinar bestu samkomur að mati þátttakanda sem allir eru, með einni undantekningu, á langbesta aldri og flestir lifað og hrærst í tónlistinni í áratugi, eða eins og Kalli Guðmunds orðaði það eftir síðasta fundinn “þessir gestir eru með þekkingu á við þrjú elliheimili”. Síðasti fundurinn þetta vorið var einmitt haldinn heima hjá Kalla og þar er ekki í kot vísað með græjurnar. Sérmagnari fyrir vínil o.s. frv. Allt í fullri alvöru...

Lesa meira

Hólmar Hákon Óðinsson skipar 5. sæti lista Betri Fjallabyggðar

„Mestan hluta starfsævi minnar hef ég starfað með unglingum og ungu fólki. Ég vil að við hlúum vel að unga fólkinu okkar og gefum þeim aukin tækifæri í heimabyggð. Ég vil finna varanlegt húsnæði fyrir Neon þar sem unga fólkið getur átt sinn stað og ég vill leggja meiri áherslu á að efla starfsemi félagsmiðstöðvarinnar, það vantar betri aðstöðu í Fjallabyggð fyrir unga fólkið okkar því starf félagsstöðva er jú ein af okkar forvörnum. Einnig er með góðu skipulagi hægt að bjóða upp á ungmennastarf (16+) fyrir þá sem lokið hafa grunnskóla.“ Hólmar vill leggja sitt af mörkum við...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal