Advertisement

Dagur: 22. maí, 2018

Vel sóttur framboðsfundur

FM Trölli stóð fyrir opnum framboðsfundi á Rauðku í dag.   Fundurinn var vel sóttur og fundargestir duglegir að varpa fram spurningum til fulltrúa framboðanna hér í Fjallabyggð.  FM Trölli var með fundinn í beinni útsendingu.  Hér neðar má finna upptöku frá fundinum sem hægt er að hlusta á og spóla fram og til baka. FM Trölli þakkar fulltrúum og gestum fyrir góða mætingu og málefnalega umræðu. Vonandi verður þetta til að auðvelda kjósendum valið í kjörklefanum þann 26. maí næstkomandi.     Hér má hlusta á upptöku frá fundinum https://trolli.is/wp-content/uploads/2018/05/Frambodsfundur_22mai2018.mp3   Texti og myndir: Kristín...

Lesa meira

Hugleiðingar H-lista manns

Hugleiðingar H-lista manns; Nú í aðraganda kosninga er engin hörgull á loforðum framboða um það hvernig eigi að ráðstafa féi bæjarsjóðs næstu árin. Sjaldan rekst maður á góðar hugmyndir varðandi uppbyggingu atvinnu og þar af leiðandi tekjuöflun. Fjallabyggðahafnir hafa nú á dögum ágæta hafnaraðstöðu í báðum byggðarkjörnum. Þrátt fyrir að veiðiheimildir og skipakostur hafi svo sannarlega verið meiri hér áður fyrr, þá hefur það færst töluvert í vöxt að skip með heimilisfesti annarsstaðar en í Fjallabyggð komi hingað til löndunar. Vert er að hafa í huga að þessi aðkomuskip sem kosið hafa að landa hér skilja eftir sig töluverða...

Lesa meira

Hátíðarhöldin tókust vel

Mikið fjölmenni kom saman í íþróttahúsinu á Siglufirði þar sem hátíðardagskrá var sunnudaginn 20. maí vegna 100 ára afmælis Siglufjarðarkaupstaðar. Hófst dagskráin með Hátíðarfundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar þar sem tímamóta samþykkt bæjarstjórnar var undirrituð. Gunnar bæjarstjóri setti hátíðina, ávörp voru flutt, nemendur Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Ronja og ræningjarnir heilluðu veislugesti, Karlakórinn í Fjallabyggð söng nokkur lög undir stjórn Elíasar Þorvaldssonar, kór eldriborgara í Fjallabyggð söng nokkur lög, sönghópurinn Gómar fluttu nokkur lög lífleg að vanda, litskrúðugt síldargengi mætti, Siglfirðingafélagið og vildarvinir Siglufjarðar gáfu bænum veglega gjöf, er það þáttaröð um sögu Siglufjarðar sem verður tekin til sýninga á RÚV 2019....

Lesa meira

Stendur til að bæta við bekkjum og laga göngustíga ?

Fengum fyrirspurn frá bæjarbúa á Siglufirði varðandi bekki til að tylla sér á og hvort standi til að lagfæra göngustíga. Hér að neðan má sjá spurningar og svör. Þökkum við Fjallabyggð fyrir greinargóð svör. Spurt var: Í mörgum bæjarfélögum eru hafðir bekkir til að tylla sér á meðfram göngustígum og gangstéttum hér eru ekki margir slíkir t.d. frá göngum að göngum, er ekki hægt að laga þetta ? Stendur til að laga göngustíga ? Svar frá Fjallabyggð: Það er núna í vinnslu í samráði við Öldungaráð Fjallabyggðar og félög eldri borgara í Fjallabyggð að setja bekki á gönguleiðir í...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal