Advertisement

Dagur: 23. maí, 2018

Vilja opna flugvöllinn á Siglufirði í sumar

Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð athuga nú þann möguleika að opna flugvöllinn á Siglufirði á ný en hann hefur verið lokaður um árabil. Bæjarstjórinn segir hægt að nota völlinn undir sjúkraflug og einnig til að flytja ferðamenn á svæðið. Flugvellinum var lokað árið 2014 eftir að hann datt út úr rekstrasamningi Isavia og ríkisins. Síðan þá hefur lítið sem ekkert verið gert hvað viðhaldsvinnu varðar hvorki fyrir flugstöðvarbygginguna eða flugvöllinn sjálfan. Heimamenn hafa hins vegar kallað eftir því að völlurinn verði opnaður á ný og Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að menn hafi verið ósáttur þegar flugvellinum var lokað. „En...

Lesa meira

Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir skipar 5.sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð

Hjördís Hanna Hjörleifsdóttir skipar 5.sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð. Hjördís er 47 ára fædd og uppalin á Dalvík en fluttist til Ólafsfjarðar árið 1992. Hjördís er gift Sigursteini Magnússyni og eiga þau fimm börn, Bergdísi Helgu 25 ára, Marínó Jóhann 22 ára og Sigurbjörn Albert 20 ára. Stjúpbörn Hjördísar eru Ingibjörg Theódóra 36 ára og Magnús Þorsteinn 30 ára einnig eiga þau hjónin þrjú barnabörn. Hjördís er með grunnskólapróf og starfar á skrifstofu Múlatinds bifreiðaverkstæðis sem hún rekur ásamt eiginmanni sínum. Helstu áhugamál Hjördísar eru samverustundir með fjölskyldunni, ferðalög, útivera og náttúran. Umhverfis og atvinnumál eru Hjördísi hugleikin...

Lesa meira

Guito Thomas skipar 8. sæti I-listans, Betri Fjallabyggðar

„Mín helstu áherslumál er að efla tónlistarmenntun í Fjallabyggð til dæmis með því að hvetja og styðja tónlistarkennara til að sækja sér meiri endurmenntun og jafnframt að koma á meiri samvinnu meðal tónlistarfólks í Fjallabyggð.“ Rodrigo Junqueira Thomas (Guito) finnst eins og mörgum þurfa að auka rútuferðir milli bæjarkjarnanna og að nauðsynlegt sé að finna farsæla lausn á því. Eins finnst honum að það mættu vera fleiri göngustígar og að viðhalda þurfi merkingum á gömlum gönguleiðum í Fjallabyggð. Guito er fæddur 21. ágúst 1970 í Lajeado/RS í Brasilíu. Guito flutti til Ísland 15. nóvember 2007 og flutti hann þá...

Lesa meira

Irina Marinela Lucaci skipar 4 sæti H-listans, fyrir Heildina í Fjallabyggð

8. sæti skipar Irina Marinela Lucaci verslunarstjóri ÁTVR. Ég er búin að vera gift Catalin Alexandru Sipoteanu sem hefur starfað hjá Primex síðan 2009. Saman eigum við tvo stráka, Andrei Robert 11 ára og Bogdan Alexandru 8 ára. Við erum að uppruna frá Rúmeníu en erum búin að vera búsett á Siglufirði frá því 2001 og höfum komið okkur vel fyrir á Laugarvegi 5. Sjálf er ég 40 ára og starfa í dag sem verslunarstjóri ÁTVR, en áður starfaði ég hjá Rammanum og Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar(nú HSN). Helstu áhugamálin eru stundir með fjölskyldu og þá hef ég einnig mjög gaman...

Lesa meira

Hátíðarsamþykkt Fjallabyggðar

Hátíðarsamþykkt Fjallabyggðar í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis Siglufjarðar. Á hátíðarfundi bæjarstjórnar Fjallabyggðar sem haldinn var í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar, þann 20. maí 2018, samþykkti bæjarstjórn að veita 4 milljónum króna til skógræktar í sveitarfélaginu. Fjallabyggð er rík af fallegri náttúru og möguleikar til útivistar eru margir og fjölbreytilegir. Undanfarin ár hafa bæjaryfirvöld lagt áherslu á umhverfismál og með samþykktinni vill bæjarstjórn gera enn betur í fegrun umhverfisins. Unnið er að innleiðingu verkefnisins Heilsueflandi samfélag í Fjallabyggð en með því er lögð áhersla á að bæta heilsu og líkamlega, andlega og félagslega líðan íbúa, m.a. með því...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal