Advertisement

Dagur: 2. júní, 2018

KF tapaði gegn Sindra

KF 0 – 3 Sindri 0-1 Erlendur Rafnkell Svansson (’10) 0-2 Kristinn Justiniano Snjólfsson (’58) 0-3 Tómas Leó Ásgeirsson (’63) Sindri krækti í sín fyrstu stig á tímabilinu með góðum 3-0 sigri á KF í Ólafsfirði. Erlendur Rafnkell Svansson gerði fyrsta markið snemma leiks og bættust tvö mörk við í síðari hálfleik. Fyrst skoraði Kristinn Justiniano Snjólfsson og svo innsiglaði Tómas Leó Ásgeirsson sigurinn, en hann brenndi af vítaspyrnu fyrr í leiknum. Bæði lið eru með þrjú stig eftir fjórar umferðir.   Frétt fengin af vef:...

Lesa meira

Geggjað að búa í Fjallabyggð

Í nýliðinni viku lét Oddgeir Reynisson af störfum sem útibússtjóri Arion banka í Fjallabyggð. Trölli.is fékk stutt einkaviðtal við Oddgeir af því tilefni. Oddgeir er mikill reynslubolti í rekstri fyrirtækja og stjórnun, viðskiptafræðingur að mennt, var í 8 ár rekstrarstjóri hjá símafyrirtækinu Nova, eftir að hafa verið „operation manager“ hjá Flögu þar sem hann starfaði við markaðsmál, frumkvöðlamál og deildarstjórn.  Þar áður var Oddgeir fjármálastjóri hjá Nesskip, stærsta „bulk“ flutninga fyrirtæki á Íslandi, „fyrirtæki sem enginn veit um en samt mjög flott fyrirtæki“ segir Oddgeir. Oddgeir hóf störf hjá Arion banka þegar hann gerðist útibússtjóri í nýju útibúi Arion...

Lesa meira

Viðgerð að ljúka á 103 ára gömlu húsi

Vinna við seinni hlutann á þakviðgerðinni á Tónlistarskólanum á Tröllaskaga, Siglufirði er nú í fullum gangi. Þakið hafði sigið, verið er að lyfta upp þakgrindinni og hækka þakið en fyrri hluti verksins var unninn í fyrra. Verkið hefur gengið vel og eru það verktakarnir L-7 sem sjá um verkið. Tónlistarskólinn er í 103 ára gömlu húsi sem hefur gengið undir nafninu Norska sjómannaheimilið, á það sér langa og merka sögu.   Leó Ólason ritaði þessar upplýsingar um Norska sjómannaheimilið í tilefni af 100 ára afmæli þess árið 2015. „NORSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ Norska sjómannaheimilið var reist um sumarið 1915 og verður...

Lesa meira

Fyrsti heimaleikurinn

Laugardaginn 2. júní klukkan 16:00 fær Knattspyrnufélag Fjallabyggðar lið Sindra frá Höfn í Hornafirði í heimsókn á Ólafsfjarðarvöll. Bæði lið hafa spilað þrjá leiki og hefur KF tapað 2 og unnið 1 og er því með 3 stig í 6. sæti deildarinnar. Sindri hefur aftur á móti tapað öllum þremur leikjum sínum og situr því á botni deildarinnar með 0 stig. 2 nýjir leikmenn KF munu spila sinn fyrsta leik á Ólafsfjarðarvelli og eru það Christopher Thor Oatman sem kemur frá Kanada og Jordan Damachoua sem kemur frá Frakklandi. báðir spiluðu þeir síðasta leik gegn Einherja og litu þeir...

Lesa meira

Flugvél brotlenti á milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa

Ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki þegar fjögurra sæta flugvél brotlenti á Kinnarfjöllum, milli Eyjarfjarðar og Skjálfandaflóa, á níunda tímanum í kvöld. Tvennt var um borð og sótti þyrla Landhelgisgæslunnar fólkið og fór með það á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Tilkynning barst Landhelgisgæslunni í gegnum neyðarsendi vélarinnar rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Flugstjórn á Akureyri hafði sambandi við fólkið sem sagðist vera óhult en kalt. Aðgerðaráætlun vegna flugslysa var virkjuð og aðgerðastjórn sett upp á Akureyri og Húsavík.  Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá. FÓLKIÐ...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal