Advertisement

Dagur: 4. júní, 2018

Sjómannadagurinn á Ólafsfirði

Sjómannadagurinn var haldin hátíðlegur á Ólafsfirði í góðu veðri sunnudaginn 3. júní. Margmenni var á hátíðarhöldunum og skemmti fólk sér konunglega enda skemmtiatriðin hvert öðru betra. Hoppukastali var á svæðinu og veitingar í boði. Síðan var Slysavarnadeild kvenna með kaffiveitingar til sölu í Tjarnarborg. Hér að neðan er myndasyrpa frá deginum.                                       Textir og myndir: Kristín...

Lesa meira

Andri í vondum málum

Andri Hrannar Einarsson er með þáttinn Undralandið á FM Trölla alla virka daga frá 13.00 – 16.00. Eitt af því sem einkennt hefur þáttinn er að það er hægt að horfa á Andra í vefmyndavél á meðan hann er í loftinu. En í dag brá svo við að nýja vefmyndavélin var með eitthvað vesen og Andri allt annað en sáttur við að sjást ekki, enda búinn að snurfusa sig til fyrir áhorfendur. Brást útvarpstjórinn fljótt og vel við og skellti sér í viðgerðamanns hlutverkið eins og meðfylgjandi myndir sýna. Vélin komst í lag og allt annað upplit á Andra...

Lesa meira

Um 400 manns fóru í skemmtisiglingu

Útgerðafélagið Rammi í Fjallabyggð bauð í skemmtisiglingu með flaggskipi sínu Sólberginu ÓF 1 laugardaginn 2. júní. Fjöldi manns þáði boðið og er talið að um 400 manns hafi verið um borð. Björgunarsveitin Strákar frá Siglufirði fylgdi Sólberginu eftir og var farið út fyrir fjarðarkjaftinn. Börn og fullorðnir skemmtu sér hið besta, áhöfnin hafði tínt saman allskonar fiska og sjávardýr sem þeir höfðu veitt og var það til sýnis. Sólberg ÓF 1 kom fyrst til heimahafnar í Siglufirði 19.05. 2017. Þetta er hið glæsilegasta skip, hannað af fyrirtækinu Skipsteknisk í Noregi og smíðað í Tersan-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Það er tæpir...

Lesa meira

Íbúðasvæði á gamla malarvellinum

Auglýsing um skipulag í Fjallabyggð Tillaga að breyttu Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 – Íbúðarsvæði á malarvellinum, Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu: Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008–2028 samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu. Breytingin felst í að svæði sem kallað er malarvöllurinn í daglegu tali verði skilgreint sem íbúðarsvæði í stað miðsvæðis. Tillaga að deiliskipulagi á malarvellinum, Siglufirði ásamt umhverfisskýrslu: Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi malarvallarins á Siglufirði samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagssvæðið er 11.500 fm...

Lesa meira

Frí molta fyrir garðeigendur

Garðeigendur í Dalvíkurbyggð geta nú sótt sér moltu án endurgjalds í haug við áhaldahúsið. Um er að ræða tvenns konar moltu: Gróðurmoltu sem er hágæða molta unnin úr gróður- og grasleifum sem til falla á Eyjafjarðarsvæðinu. Þessi molta hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtargarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Æskilegt er að blanda moltunni saman við mold eða sand og dreifa ofan á mold. Kraftmoltu sem er hágæða jarðvegsbætir sem unninn er úr lífrænu hráefni frá heimilum og sláturhúsum sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Hægt er að nota þessa moltu á grasflatir bæði sem áburð ofan á og eins við...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal