Advertisement

Dagur: 6. júní, 2018

Nýi golfvöllurinn á Siglufirði opnaður

Í dag þann 06.06.2018 var nýi glæsilegi golfvöllurinn á Siglufirði opnaður. Félagsmenn golfklúbbs Siglufjarðar byrja og voru um 20 skráðir félagsmenn á vellinum í dag. Næstu daga verður völlurinn eingöngu fyrir félagsmenn golfklúbbs Siglufjarðar, mánudaginn 11. júní verður völlurinn opnaður fyrir almenning. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um völlinn hjá Sigló Hótel.           Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir Myndband:...

Lesa meira

Bongóblíða í kortunum

Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri suðlægri eða breytilegri átt í dag. Skýjað verður að mestu sunnan- og vestanlands og allvíða þokuloft. Um landið norðanvert verður yfirleitt bjartviðri en þokubakkar við sjávarsíðuna. Hiti verður á bilinu átta til tuttugu stig, hlýjast í innsveitum norðaustanlands. Snemma á morgun veður suðvestanátt, fimm til tíu metrar á sekúndu, og skýjað á vestanverðu landinu. Annað kvöld verður þar dálítil súld en þurrt og bjart annars staðar. Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir Skjáskot:...

Lesa meira

Sjómenn heiðraðir á Ólafsfirði

Sjómannadagur á Ólafsfirði hefst alltaf á skrúðgöngu frá vigtarhúsinu við höfnina til kirkju, fyrir göngunni ganga fánaberar og voru fánaberar dagsins þau Elís Hólm og Hulda Teitsdóttir. Við hátíðarmessuna predikaði sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, Jónína Björnsdóttir var með hugvekju dagsins og Ægir Ólafsson flutti hátíðarræðu og heiðraði 3 sjómenn,  þá Jón Jónsson, Hafstein Sæmundsson og Sigursvein H Þorsteinsson fyrir sjómannsferil þeirra. Síðan lagði fermingarstúlkan Nadía Huldudóttir blómsveig að minnisvarða drukknaðra sjómanna. Hér koma nokkrar myndir sem Guðný Ágústsdóttir tók í athöfninni.                           Myndir: Guðný Ágústsdóttir Frétt: Kristín...

Lesa meira

Persónu-upplýsingar til Kína

Um þessar mundir tekur gildi ný persónuverndar löggjöf í Evrópu, sem á að tryggja öryggi persónuupplýsinga. Það stingur í augu að lesa á sama tíma að Facebook hefur í mörg ár verið að veita þess háttar upplýsingar án vitundar þorra almennings. Stórblaðið The New York Times greindi frá þessu. Face­book er í sam­starfi við að minnsta kosti fjög­ur kín­versk raf­einda­fyr­ir­tæki um að veita gagna­upp­lýs­ing­ar. Eitt fyr­ir­tækj­anna á í nánu sam­starfi við kín­versk yf­ir­völd. Þetta kem­ur fram í New York Times í gær. Sam­komu­lagið nær aft­ur til ár­is­ins 2010 hið minnsta og sam­kvæmt því fær Huawei fjar­skipta­búnaðarfyr­ir­tækið ein­ka­upp­lýs­ing­ar um not­end­ur...

Lesa meira

Laxveiðin hafin

Veiði hófst í Blöndu í gærmorgun og þrátt fyrir nokkuð erfið skilyrði skilaði áin sínu. Alls veiddust tíu laxar á fyrstu vakt í gær og annað eins slapp af færi veiðimanna.  SKilyrðin voru nokkuð erfið en nokkuð mikill litur var á ánni sem og mikið vatn en þrátt fyrir það var mikið líf á svæðinu og greinilegt að það er töluvert af laxi að ganga í Blöndu þessa dagana.  Það gæti þess vegna verið mjög spennandi að vera einn af þeim fyrstu sem stendur við bakkann þegar hún sjatnar aðeins og liturinn fer úr henni.  Þeir sem þekkja Blöndu...

Lesa meira
  • 1
  • 2

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal