Advertisement

Dagur: 7. júní, 2018

Dalvíkurbyggð 20 ára í dag

Í dag, fimmtudaginn 7. júní, eru 20 ár liðin frá því að Dalvíkurbyggð varð til sem eitt sveitarfélag en þann dag árið 1998 sameinuðust Dalvík, Árskógshreppur og Svarfaðardalshreppur í eitt. Fyrsti sveitarstjóri hins nýja sveitarfélags var Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson (1998-2001). Á eftir honum komu þau Guðrún Pálína Jóhannsdóttir (2002), Valdimar Bragason (2002-2006), Svanfríður Jónasdóttir (2006-2014) og Bjarni Th. Bjarnason (2014-2018). Fyrstu sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags skipuðu þau: Katrín Sigurjónsdóttir, Kristján Ólafsson, Sveinn Elías Jónsson og Gunnhildur Gylfadóttir fyrir B-lista, Kristján Hjartarson og Ingileif Ástvaldsdóttir fyrir S-lista og Svanhildur Árnadóttir, Kristján Snorrason og Jónas M. Pétursson fyrir D-lista. Þess má þá geta...

Lesa meira

Sumar, gleði og gaman

Söngurinn ómaði í miðbænum og þegar betur var að gáð hljómaði hann frá Iðju Dagvist við Aðalgötuna. Við gengum á hljóðið og fundum sönghópinn á sólpallinum við Iðju Dagvist þar sem Íris spilað á gírar, að eigin sögn segist hún hafa „glamrað frá 12 ára aldri“. Aðrir sungu með af hjartans list og skemmtu þau sér hið besta. Starfsfólkið dekraði við sönghópinn og færði þeim út ávaxtasjeik og nýbakaðar lummur út í góða veðrið. Vistmenn Iðju Dagvistar spila og syngja alltaf saman á miðvikudögum, aðra daga er farið saman í göngutúra, sund, saumað og prjónað saman ásamt ýmsu öðru....

Lesa meira

Markmiðið er að koma upp Pieta húsi á Norðurlandi

Fjöldi fólks tók þátt í árlegri göngu Pieta-samtakanna: Úr myrkrinu inn í ljósið þann 12. maí sl. en gangan er ætluð til að vekja athygli á sjálfsvígum, sjálfsskaða og sjálfsvígsforvörnum. Gangan var haldin í fyrsta sinn fyrir 8 árum í Írlandi af Pieta House og var nú haldin hérlendis í þriðja sinn, á fjölmörgum stöðum, en á Akureyri í annað sinn. PIETA Ísland eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða en í fyrra var opnað Pieta hús í Reykjavík sem býður upp á ókeypis sálfræðiþjónustu og greiðan aðgang að þjónustu fyrir aðstandendur sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Fyrirmyndin er...

Lesa meira

Knattspyrnuskóli KF

Kæru foreldrar barna fædd árið 2006-2014. Knattspyrnuskólinn mun verða aðeins öðruvísi en undanfarin ár, þar sem í ár verður megináhersla lögð á knattspyrnu en aðrar íþróttir og leikir verða einnig á námskeiðinu. Í grunninn mun skólinn vera þannig að hann hefst kl 13:00 alla virka daga vikunnar og lýkur kl 15:45 (leiðbeinendur munu þó vera til kl 16:00 eða uns börn eru sótt). Skólinn er tvískiptur, knattspyrnuæfingar verða fyrri hluta dagsins, þ.e. frá kl. 13:00-14:30, en eftir það verða leikir og ýmislegt annað skemmtilegt. Lögð er áhersla á fjölbreyttar og skemmtilegar knattspyrnuæfingar. Skólinn byrjar mánudaginn 11.júní og lýkur fimmtudaginn...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal