Advertisement

Dagur: 10. júní, 2018

Nýr háskóli á Siglufirði ?

Mikil aukning er á umsóknum um nám í Háskóla Íslands. Ástæðan er stytting náms til stúdentsprófs segir rektor skólans. Tæplega 5.000 umsóknir bárust um grunnnám í Háskóla Íslands fyrir komandi skólaár eða rúmlega ellefu prósent fleiri umsóknir en í fyrra. Fjöldi umsókna um framhaldsnám jókst einnig milli ára og nemur aukningin um 12,5 prósentum. Megin skýringin er endurskipulagning framhaldsskólans. Nú eru nemendur að útskrifast í svokölluðum tvöföldum árgöngum í meira mæli en áður. Umsóknum í grunnnámi í allar verkfræðigreinar Háskólans fjölgar og aukinn áhugi er m.a. á lögfræði, næringarfræði og leikskólakennarafræði auk þess sem menntavísindin eru almennt í sókn...

Lesa meira

Myndasyrpa frá sjómannadeginum á Ólafsfirði

Mikið er um dýrðir á sjómannahelginni á Ólagsfirði og hér að neðan er myndasyrpa frá hátíðarhöldunum. Þegar mannfagnaðir eru á Ólafsfirði og víða er Guðný Ágústsdóttir ljósmyndari aldrei langt undan með myndavélina og gleður okkur hin með skemmtilegum myndum.                                                                       Myndir: Guðný Ágústsdóttir Texti: Kristín...

Lesa meira

Sjálfsbjörg með afmælisveislu

Fjöldi manns kom og fagnaði 60 ára afmæli Sjálfsbjargar á Siglufirði laugardaginn 9. maí. Boðið var upp kaffiveitingar þar sem veisluborðið nánast svignaði undan girnilegum tertum og brauðréttum. Í stjórn Sjálfsbjargar á Siglufirði eru: Hafdís E. Gísladóttir formaður, Sigurrós Sveinsdóttir varaformaður, Guðný Guðmundsdóttir ritari, Katrín Andersen gjaldkeri, Björg Einarsdóttir meðstjórnandi, María Lillý Ragnarsdóttir meðstjórnandi og Finnur Óskarsson. Sjálfsbjörg á Siglufirði er með vinnustofu sem er opin alla virka daga frá kl. 13.00 – 16.00, þar sem daglega mæta 10 – 15 manns og allir eru velkomnir.           Texti og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir  ...

Lesa meira

Ný vallarsjoppa

Undanfarnar vikur er búið að vera vinna í því að koma upp nýrri vallarsjoppu við Ólafsfjarðarvöll. Í lok síðasta tímabils var gamla vallarsjoppann tekinn í burtu enda var sá kofi kominn til ára sinna og tími til kominn að endurnýja. KF hefur alltaf haft opna sjoppu þegar meistaraflokkur KF spilar heimaleik og er hægt að er kaupa sér allskonar góðgæti svosem, Kaffi, Kakó, pizzur og nammi. Kjartan Helgason og Kristófer Beck yfirsmiðir hafa haft yfirumsjón að koma vallarsjoppunni upp ásamt fleirum. Verkið var unnið í sjálfboðavinnu og skilar KF gríðarlegum þökkum til þeirra félaga sem lögðu fram vinnu í...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal