Advertisement

Dagur: 11. júní, 2018

Veðurklúbburinn á Dalbæ spáir fyrir júnímánuð

Þriðjudaginn 5. júní  komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar í því skyni að huga að veðurhorfum í júní mánuði. Að venju var farið yfir eftirfylgni síðustu veðurspár og voru spámenn ágætlega sáttir með hvernig til hefði tekist. Sem betur fer varð þó minna úr Hvítasunnuhreti en spáð hafi verið fyrir um. Nýtt tungl kviknar 13. júní kl. 19:43 í vestri og er það miðvikudagstungl.  Gert er ráð fyrir að veður verði svipað  og  verið hefur undanfarið, þó má búast við þokulofti og heldur kaldara veðri. Um eða upp úr 20. júní  má reikna með góðum kafla, sem...

Lesa meira

Katrín Sigurjónsdóttir nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar

Katrín Sigurjónsdóttir hefur verið ráðin nýr sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar en það var samþykkt samhljóða á fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar sem fram fór í dag, mánudaginn 11. júní. Katrín er jafnframt oddviti B-lista framsóknar- og félagshyggjufólks. Katrín er fædd 1968 og hefur verið búsett á Dalvík frá árinu 1988. Áður bjó hún einn vetur á Árskógsströnd en er uppalin á Glitstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Foreldrar eru Sigurjón Margeir Valdimarsson frá Hreiðri í Holtum og Katrín Auður Eiríksdóttir á Glitstöðum. Hún er gift Hauki Snorrasyni frá Krossum á Árskógsströnd. Þau eiga 3 börn sem öll eru búsett á Dalvík, Írisi f.1987, Snorra...

Lesa meira

Siglógolf opnar í dag

Nýi golfvöllurinn á Siglufirði opnar fyrir almenning í dag, mánudaginn 11. júní. Félagsmenn í Golfklúbbi Siglufjarðar fengu forskot á sæluna og spiluðu á vellinum í síðustu viku. Þeir sem Trölli.is ræddi við eru í skýjunum með völlinn og hlakka til sumarsins. Golfskáli Siglo golf er í byggingu, er áætlað að hann opni um miðjan júlí ef allt gengur að óskum og mun þá formleg opnun vallarins fara fram. Rástímaskráning er á golf.is eða hjá Sigló Hótel í síma 461-7730     Texti og myndir í frétt: Kristín Sigurjónsdóttir Forsíðumynd: Jón Steinar...

Lesa meira

Ekki deigur dropi

Nú er sá tími að aðstandendur þeirra sem hvíla í kirkjugörðum landsins hlú að leiðum ásvina sinna, snyrta þau og setja þá gjarnan niður ný sumarblóm, en ég átti leið um báða kirkjugarðana á Siglufirði um síðustu helgi einmitt í slíkum tilgangi. Í nýrri garðinum gekk allt með miklum ágætum en í þeim eldri var ekki deigan dropa að hafa til vökvunar blómanna og voru allir sjáanlegir kranar athugaðir. Var þá fátt annað til ráða en að skreppa aftur í bæinn sækja vatn á flöskum. Vonandi fáum við einhverja góða og heita sólardaga í sumar og þá væri gott...

Lesa meira

Fjallabyggð, heilsueflandi samfélag

Í  dag, mánudaginn 11. júní kl. 17:00 mun Siglfirðingurinn og landlæknir, Alma D. Möller, skrifa undir samstarfssamning við Fjallabyggð um Heilsueflandi samfélag. Athöfnin fer fram í Tjarnarborg. 1. Gestir boðnir velkomnir. 2. Kynning á Heilsueflandi samfélagi. Alma D. Möller 3. Staðan í Fjallabyggð. Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri 4. Undirskrift samnings. Alma D. Möller og Gunnar I. Birgisson 5. Hollar veitingar Allir velkomnir. Frétt og mynd fengin af vef:...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal