Advertisement

Dagur: 12. júní, 2018

Líklega fyrsti 20 pundarinn í sumar

Blanda er þekkt fyrir stórlaxa og það var bara spurning um tíma hvenær 20 punda lax veiddist þar í sumar. Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumaður við Ytri Rangá var við veiðar fyrir tveimur dögum i Blöndu þegar hann fékk 97 sm lax sem var vigtaður 20 pund.  Laxinn í Blöndu er þykkur og sver svo þeir sem hafa séð myndina af þessum laxi segja að hann gæti alveg verið 1-2 pundum þyngri. “Ég fékk fiskinn á Breiðunni norðan megin í Blöndu, tók neðst á brotinu lítinn strippaðan sunray, fann strax að þetta var stór fiskur, eins og venjan er í Blöndu á þessum tíma. Tók mjög fast á honum allan...

Lesa meira

HM húfan í Hofsós

Á Suðurbraut í Hofsósi er rekin lítil verslun, Ás prjónagallerí með ýmiskonar  handunnum prjónavörum. Eigandinn er Svava Ingimarsdóttir líffræðikennari í hlutastarfi við FNV og selur hún þar bæði eigið handverk og frá öðrum. Samhliða rekstri verslunarinnar rekur Svava einnig íbúðargistingu á efri hæð hússins allan ársins hring. Sjá frekari upplýsingar hér: Ás Holiday Home Hún hefur hannað og prjónað skemmtilega Íslandshúfu eða svokallaða HM húfu eins og hún er nefnd í daglegu tali. Húfan hefur vakið mikla eftirtekt og rokið út eins og heitar lummur. Svava hefur einnig sett prjónauppskriftina á netið og geta prjónaglaðir nýtt sér það og...

Lesa meira

Enginn venjulegur bíll

Á litlu verkstæði inn á milli verksmiðjuhúsa á Siglufirði gerast ótrúlegir hlutir. Þar vinna menn öllum stundum við að breyta, bæta og hreinlega endursmíða bíla. Þegar fréttamenn Trölla bar að garði voru menn að græja fagurrauðan BMW eðalbíl, sem er keppnisbíll, ætlaður í Drift keppnir, og keppir líka í Götuspyrnu. Þeir feðgar Guðni Sveinsson og Guðni Brynjar Guðnason hafa að undanförnu staðið í ströngu við að gera þennan gullfallega bíl kláran fyrir Bíladaga á Akureyri, sem eru 17. júní ár hvert.   Guðni yngri er ökuþórinn og er nú þegar búinn að vinna eitt gull í 6 cylindra flokki...

Lesa meira

164. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 164. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg 13. júní 2018 kl. 17:00 Dagskrá: 1. Málsnr. 1802027 – Sveitarstjórnarkosningar 2018 2. Málsnr. 1806037 – Samstarfssamningur milli D og I-lista kjörtímabilið 2018-2022 3. Málsnr. 1806014 – Kosningar í trúnaðarstöður samkvæmt samþykktum 4. Málsnr. 1806031 – Ráðning bæjarstjóra 5. Fundargerð 559. fundar bæjarráðs frá 11. júní 2018 6. Málsnr. 1806030 – Sumarleyfi bæjarstjórnar 2018 Frétt og mynd fengin af vef:...

Lesa meira

Hver er eðlilegur blóðþrýstingur?

Hver er eðlilegur blóðþrýstingur og púls? Fjallað er um púls í svari Ulriku Andersson við spurningunni Hvað er hvíldarpúls og hvað getur hann orðið hægur? og er lesendum bent á að kynna sér það svar. Svarið hér á eftir fjallar því eingöngu um blóðþrýsting.Á sama hátt og lögmál Ohms segir okkur að rafspenna sé margfeldið af rafstraum og viðnámi, er blóðþrýstingurinn margfeldið af því blóðmagni sem hjartað dælir á tímaeiningu og viðnámi æðakerfisins.Þegar hjartað dregst saman og dælir blóði út í ósæðina, meginslagæð líkamans, hækkar þrýstingurinn í slagæðunum og nær hámarki við lok hjartasamdráttarins; þetta eru efri mörk blóðþrýstingsins. Á meðan hjartað hvílist milli samdrátta rennur blóðið út eftir slagæðakerfinu. Við...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal