Advertisement

Dagur: 17. júní, 2018

17. júní á Hvammstanga

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní var haldinn hátíðlegur, í blíðskapar veðri, á Hvammstanga í dag. Yfirbragð hátíðahaldanna minnti á gamla tíma. Boðið var upp á andlitsmálun, götumat, handíðir o.fl. fyrir alla fjölskylduna.   Börnin bjuggu til skrúðgöngubrúður og máluðu fána með Handbendi Brúðuleikhúsi, Möggu Sól og öðru handverksfólki.   Í húsnæði Menningarfélagsins var listasmiðja með Danielle Rante, í samstarfi við NES listamiðstöð á Skagaströnd. Þar var unnið með sólarljósið til að prenta bláhvítar ljósmyndir með svokallaðri “Cyanotype” tækni.   Svo var skrúðganga frá Félagsheimilinu þar sem Hestamannafélagið Þytur leiddi gönguna.   Hátíðahöldunum lauk svo með ávarpi fjallkonunnar og tónlistaratriðum.   Frétt...

Lesa meira

Svefnlaus á júnínótt

Er undirrituð var við það að festa svefn aðfaranótt sjómannadagsins varð hún vör við óvanalegan bjarma inn um gluggann. Við nánari athugun sá hún að himinn nánast logaði af mögnuðu skýjafari og þá var náð í myndavélina. Var ætlunin að taka nokkrar myndir frá svölunum en það var ekki nóg. Endaði undirrituð á bleikum náttslopp og kuldaskóm uppi á varnargörðunum fyrir ofan Siglufjörð með myndavélina. alveg heilluð yfir þessu sjónarspili sem átti sér stað. Þegar myndatökunum var lokið og hún mætt heim aftur hafið eiginmaðurinn vaknað upp konulaus farið að litast um eftir kerlu og horfði í forundran á...

Lesa meira

FM Trölli – í Noregi

Nýlega fengum við senda stutta klippu frá Íslendingi sem búsettur er í Noregi, þar sem hann er að hlusta á FM Trölla í Tesla bifreið sinni. Það er alltaf skemmtilegt þegar við fréttum af fólki sem hlustar á FM Trölla í útlöndum.   FM Trölli næst um víða veröld á Internetinu á vefnum trolli.is, einnig er hægt að hlusta á FM Trölla í appinu “Spilarinn” Myndskeið: aðsent Texti: Gunnar Smári...

Lesa meira

Hvenær fórum við að nota íslenskar stúdentshúfur?

Stúdentshúfur á Íslandi eiga sér langa sögu en segja má að stúdentshúfan sem flestir nota í dag eigi rætur að rekja til áranna rétt fyrir og eftir 1918, eða til þess tíma sem Íslendingar urðu fullvalda. Saga húfunnar tengist þeim hræringum sem urðu í íslensku þjóðlífi í aðdraganda fullveldis.Eiginlegar stúdentshúfur komu fyrst fram á 19. öld en sá siður nemenda að einkenna sig með höfuðfati eða sérstökum klæðnaði er mun eldri, nær að minnsta kosti aftur til miðalda og jafnvel enn aftar í söguna. Þeir sem höfðu lokið stúdentsprófi gátu hafið háskólanám og húfurnar voru tákn um þau réttindi....

Lesa meira

Fernir tímar

FERNIR TÍMAR Fyrir 100 árum eða þ. 20. maí 1918 birtist skemmtileg grein í vísindaskáldsögustíl í blaðinu FRAM, en að útgáfu þess stóðu þeir Hannes Jónasson og Friðbjörn Níelsson. Hún nefndist ÞRENNIR TÍMAR og var þar eins og eins konar þrílógía. Þar var farið aftur í tímann og lýst fábreytileikanum hundrað árum áður, en síðan var þáverandi nútíma og tíðaranda lýst. Að lokum var reynt að rýna hundrað ár fram í tímann og ímyndunaraflið virkjað, kannski bæði í gamni og alvöru svona í bland hvort við annað. Við getum svo borið útkomuna saman við yfirstandandi ár og brosað út í...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal