Advertisement

Dagur: 28. júní, 2018

Maríudagar á Hvoli í Vesturhópi

Maríudagar verða haldnir í níunda sinn á Hvoli í Vesturhópi um helgina. Boðið verður upp á málverkasýningu, ljósmyndasýningu og Hestamannamessu að Breiðabólstað. Maríudagar eru haldnir í minningu Maríu Hjaltadóttur frá Hvoli í boði stórfjölskyldunnar frá Hvoli. María fæddist 1. júlí 1924 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún gerðist kaupakona að Lækjarmóti í Víðidal og kynntist þar eiginmanni sínum, Jósef Magnússyni. Saman eignuðust þau tíu börn en tvö þeirra dóu ung. María var listhneigð en lítill tími gafst til listsköpunar fyrr en börnin uxu úr grasi. Þá fór hún að mála og kenndi myndmennt í nokkur ár við Vesturhópsskóla....

Lesa meira

Undirbúningur fyrir ljósmyndasýningu

Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar undirbýr nú ljósmyndasýningu á nokkuð óvenjulegum stað. Sýningin verður sömu helgi og Þjóðlagahátíð og Norræn strandmenningarhátið verða á Siglufirði, nú í byrjun júlí. Sýningarstaðurinn er Sauðanesviti, sem er rétt vestan við Strákagöng. Fréttamaður Trölla var á staðnum og tók myndir þegar nokkrir félagar í ljósmyndaklúbbnum voru að undirbúa sýninguna, og hengja upp fyrstu myndirnar. Við munum fjalla betur um sýninguna þegar nær dregur, en hér koma myndir frá undirbúnings-vinnunni, látum myndirnar tala sínu máli.                                       Eins og áður segir...

Lesa meira

Allt á áætl­un en mik­il ös í Hval­f­irði

Hall­dór Þrast­ar­son, einn liðsmanna Mann­vits í WOW Cyclot­hon-hjól­reiðakeppn­inni, var bratt­ur þegar mbl.is tók hann tali rétt upp úr miðnætti í Staðarskála í kvöld. Hann seg­ir þreyt­una ekki farna að segja til sín hjá sér, en hafði meiri áhyggj­ur af liðsfé­laga sín­um sem kom til lands­ins með flugi í morg­un. Veðrið hef­ur leikið við kepp­end­urna, mjög bjart er í veðri og al­veg úr­komu­laust fyr­ir utan nokkra dropa í byrj­un ferðar. Liðin eru mörg að nálg­ast Staðarskála þar sem hús­bíl­ar eða aðrir fylgd­ar­bíl­ar bíða marg­ir eft­ir liðsfé­lög­un­um. Önnur eru kom­in lengra en Team Sansa leiðir í B-flokki og nálg­ast Blönduós. Liðin má...

Lesa meira

Tæplega 11 þúsund nota rafrettur daglega

Yngra fólk notar nú meira tóbak í vör og rafrettur en hefðbundið tóbak. Dagleg notkun tóbaks í vör hefur á þremur árum þrefaldast hjá 25-34 ára karlmönnum. Hátt í 11 þúsund Íslendingar nota nú rafrettur daglega. Þetta má lesa úr tóbakskönnun landlæknis, sem embættið gerir á þriggja ára fresti. Könnun var síðast gerð 2015 og síðan þá hefur dregið úr reykingum. Tæp 9% fullorðinna Íslendinga reykja daglega, en voru 14% árið 2012. Þær eru algengastar hjá konum á aldrinum 55-64 ára, og hjá þeim sem aðeins hafa lokið grunnskólaprófi. Daglegar reykingar eru álíka algengar hjá kynjunum en fólk með minni menntun...

Lesa meira

Reisugill í nýja golfskálanum

Reisugill var haldið í nýja golfskálanum í gær miðvikudaginn 27. júní og gengur verkið vel. Í tilefni af áfanganum var flaggað í fallegu sumarveðri og er stefnt að opnun skálans í júlí. Það er Byggingafélagið Berg sem sér um byggingu skálans. Hér koma nokkrar myndir sem fengnar voru af facebooksíðu Bergs       Frétt: Kristín...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal