Advertisement

Mánuður: júlí 2018

Hjálmar á Sigló um verslunarmannahelgina

Föstudaginn 3. ágúst ætla Hjálmar að mæta á Kaffi Rauðku og spila fyrir dansi, dansleikurinn hefst kl. 22:00 Miðaverð er 4.500 kr. Forsala hefst 9. júlí á Sigló Hótel. Aldurstakmark 20 ár. Hljómsveitin Hjálmar var stofnuð árið 2004 í Keflavík og spilar reggítónlist með íslensku yfirbragði. Hún hefur sent frá sér fjórar breiðskífur. Þegar unnið var að fyrstu breiðskífunni var hún skipuð þeim Þorsteini Einarssyni, Guðmundi Kristni Jónssyni, Kristni Snæ Agnarssyni, Petter Winnberg og Sigurði Halldóri Guðmundssyni. Þegar kom að því að taka upp aðra breiðskífu sveitarinnar höfðu orðið nokkrar mannabreytingar. Svíarnir Nils Olof Törnqvist og Mikael Svensson höfðu gengið til liðs við sveitina...

Lesa meira

Vel heppnað Gangamót

Hjólreiðafélag Akureyrar stóð fyrir Gangamóti Greifans föstudaginn 27. júlí. Blíðskaparveður var á mótsdegi og var hjólað  frá Hótel Sigló á Siglufirði og endað við skíðahótelið í Hlíðarfjalli á Akureyri. Hjólað var í gegnum þrenn göng á leiðinni. Keppt var í fimm flokkum og voru keppendur um 125 alls. Hér að neðan koma myndir sem Ármann Hinrik tór af mótinu.                                                   Myndir: Ármann Hinrik Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir/Hjólreiðasamband Íslands      ...

Lesa meira

Að gera út á guð og lukkuna

Bann við bruna svartolíu á íslensku hafsvæði er afar aðkallandi. Ástæða þess að útgerðarfyrirtæki á borð við Holland America Line og Carnival Corporation þráast við að brenna gríðarlega mengandi eldsneyti á íslensku hafsvæði og annars staðar á norðurslóðum er hversu ódýrt það er. Nýverið heimsótti skemmtiferðaskipið MS Rotterdam Akureyri, Ísafjörð og Reykjavíkurhöfn. Um borð var gríðarlegt magn af svartolíu, sem er þykk og seigfljótandi drulla líkt og malbik. Hefði MS Rotterdam strandað eða lent í árekstri nærri Íslandsströndum hefði tjónið orðið gríðarlegt, e.t.v. óbætanlegt enda nær vonlaust að hreinsa svartolíu úr sjó. Skip á borð við MS Rotterdam eru...

Lesa meira

Svindl á Internetinu

Lögreglunni á Norðausturlandi hafa borist nokkrar tilkynningar um aðila sem eru að stunda svindl á Internetinu og skotmark þeirra er eldra fólk og fólk sem er viðkvæmt og saklaust og jafnframt áhrifagjarnt. Umræddir svindlarar eru ákaflega sannfærandi í röksemdafærslu sinni og tekst stundum að svíkja fé af fólki. Við ítrekum við ykkur kæru lesendur Fésbókar lögreglunnar á Norðausturlandi, að vera á varðbergi gagnvart þessum óprúttnu aðilum. Þetta getur tekið á sig ýmsar myndir og yfirleitt er spilað á samvisku og góðsemi fólks og algengt að sögð sé sorgarsaga fjölskyldu. Oft og tíðum sagt að þörf sé á skjótri peningaaðstoð til að bjarga fjölskyldumeðlim eða greiða sjúkrahúsreikninga eða slíkt. Við vonum að þið sjáið...

Lesa meira

Vatnsnesvegur stórhættulegur

Þann 23. júlí missti ökumaður stjórn á jeppa sínum á Vatnsnesvegi með þeim aðfleiðingum að hann valt. Ökumaður slapp nánast óskaddaður en bíllinn er stórskemmdur. Óhappið má rekja til ástands vegarins sem er vægast sagt ferlegt. Íbúar á Vatnsnesi hafa bent á hættuna svo árum skiptir en úrbætur hafa engar verið. Hér er myndskeið sem sýnir ástand vegarins í júlí 2018.   Vegurinn er mikið keyrður af ferðamönnum sem fara Vatnsneshringinn meðal annars til að skoða ýmsar náttúruperlur eins og t.d. Hvítserk. Auk þess eru nokkur býli og ferðaþjónustu-aðilar á Vatnsnesinu sem hafa enga kosti aðra en þennan veg...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Aðalbakarí

Veðrið núna

Safn

Dagatal