Advertisement

Dagur: 1. júlí, 2018

Upptaka í Sæluhúsinu

Í gær, laugardag, voru þrjár ungmeyjar að taka upp kveðskap sem verður meðal þess sem mun heyrast úr turni Siglufjarðarkirkju í sumar. Undanfarin sumur hefur verið “kveðið úr kirjuturni” eins og það er kallað, en tvisvar á dag er leikinn kveðskapur úr turninum. Upptakan fór fram í Sæluhúsinu á Siglufirði, sem er lítið hús í miðbænum, byggt í gömlum íslenskum stíl. Auk stúlknanna eru það félagar úr kvæðamannafélaginu Rímu sem flytja. Frétt og myndir: Gunnar Smári...

Lesa meira

Golfmót Kaffi Klöru

Golfmót Kaffi Klöru – 9 holu Texas scramble mót –  var haldið á Skeggjabrekkuvelli Ólafsfirði í gær 30. júní 2018. Þátttaka var góð þrátt fyrir að veðrið væri kannski ekki það allra besta, smá rigning en vindur hægur. Alls tóku 36 manns þátt í mótinu, sem þótti takast vel og allir glaðir. Þátttakendur komu víða að, frá Dalvík, Akureyri, Reykjavík, Neskaupsstað, Kópavogi, Ólafsfirði og voru allt frá börnum upp í fólk á tíræðisaldri. Þetta er í fyrsta sinn sem Kaffi Klara stendur fyrir golfmóti, en þetta er samvinnuverkefni hjá Kaffi Klöru og Golfklúbbi Fjallabyggðar. Ráðgert er að mótið verði árlega....

Lesa meira

Ljósmyndir Hannesar Bald frá síldarárunum

Mið. 4. – sun. 8. júlí verður ljósmyndasýning í sal Ráðhússins á Siglufirði sem nefnist Lífið á Siglufirði. Sýndar verða svart/hvítar ljósmyndir sem Hannes P. Baldvinsson tók á síldarárunum. Myndir hans sýna ýmsar hliðar á mannlífi og atvinnulífi staðarins á 6. og 7. áratugnum og endurspegla ágætlega tíðarandann og orkuna sem einkenndi þetta tímabil. Hannes var einn fjölmargra áhugaljósmyndara sem Siglufjörður hefur alið og er það í raun rannsóknarefni hve margir Siglfirðingar hafa haft þetta áhugamál í gegnum tíðina. Hannes náði góðum tökum á flestu sem viðkom tækninni og þeim viðfangsefnum sem hann glímdi við.   Frétt...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal