Advertisement

Dagur: 15. júlí, 2018

Fyrsta athöfnin heima á Siglufirði

Snævar Jón Andrjesson er ungur Siglfirðingur sem nú stundar nám í guðfræði við Háskóla Íslands, mun hann útskrifast sem guðfræðingur í desember. Hann er sonur þeirra hjóna, Jónínu Brynju Gísladóttur og Jóns Andrjesar Hinrikssonar. Snævar hefur starfað um árabil við útfaraþjónustu hjá Útfaraþjónustu Kirkjugarðanna, í dag starfar hann hjá Vídalínskirkju í Garðabæ. Laugardaginn 14. júlí var hann með sína fyrstu athöfn í Siglufjarðarkirkju er hann gaf saman æskuvin sinn Einar Ingva Andrésson og Heiðrúnu Ingólfsdóttur. Athöfnin var virkilega falleg og skemmtileg.     Trölli.is óskar þeim öllum velfarnaðar í framtíðinni. Texti: Kristín Sigurjónsdóttir Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir og Gunnar Smári...

Lesa meira

Stórsigur á Ólafsfjarðarvelli

Þrír leikir voru í 3. deild karla laugardaginn 14. júlí. Frekar úrslit voru á Ólafsfirði þar sem KF valtaði yfir KFG á síðustu 25 mínútunum eða svo. KFG jafnaði metin í 2-2 á 60. mínútu en þá tók Björn Andri Ingólfsson málin í sínar hendur. Hann kom KF yfir á 67. mínútu og bætti við þremur mörkum til viðbótar áður en leiknum lauk. Þess má geta að Björn Andri var aðeins með eitt mark í meistaraflokki fyrir leikinn gegn KFG í dag samkvæmt heimasíðu KSÍ. Lokatölur 6-2 fyrir KF gegn KFG sem gat komist einu stigi frá toppliði Dalvíkur/Reynis...

Lesa meira

Skandinavísk landlega í máli og myndum

Nýafstaðinn Samnorræn Strandmenningarhátíð samfara árlegri Þjóðlagahátíð á Siglufirði lauk formlega sunnudaginn 8 júlí. Þessum tveimur hátíðum var slegið saman og útkomunni má einna helst líkja við landlegur á síldarárunum hér í denn. Fólk spjallaði saman á “Skandinavísku” út um allan bæ og það var sungið og dansað á bryggjuballi í lokin.   Við getum léttilega sagt stolt að Siglufjörður varð enn og aftur “Nafli Alheimssins,” “Klonedyke Norðursinns” og “Höfuðborg Síldarinnar” þessa yndislegu daga og á félagsmiðlum mátti sjá að margir brottfluttir Siglfirðingar og svo margir aðrir sem tengjast firðinum ástarböndum voru með ákafa heimþrá og óskuðu sér einskins annars en að geta verið með í gleðinni í logninu og blíðunni á Sigló....

Lesa meira

Er einhver munur á því að vera skrítinn eða skrýtinn?

Ástæða þess að orðin skrýtinn og skrítinn sjást rituð á tvennan hátt er sú að óvíst er hvert stofnsérhljóðið er. Sumir vilja tengja skrýtinn norska orðinu skryten ‘magur, beinaber, klunnalegur, ljótur’ og sænska orðinu skryten‘magur’ og telja að þau bendi til ý í stofni. Aðrir telja merkingu norsku og sænsku orðanna ekki koma heim og saman við íslensku merkinguna og því sé uppruninn enn á huldu. Í Réttritunarorðabók handa grunnskólum, sem Námsgagnastofnun og Íslensk málnefnd gáfu út, er aðeins gefinn ritháttur með ý, þ.e. skrýtinn, skrýtla, í Stafsetningarorðabók Halldórs Halldórssonar eru báðir rithættir nefndir en tilraun til upprunaskýringar sett undir myndina með –ý-. Enginn munur er á notkun orðanna eftir því hvort þau eru skrifuð með í eða ý en...

Lesa meira

Aðsóknarmet í Síldarminjasafn Íslands

Um síðustu helgi var sett aðsóknarmet í Síldarminjasafnið á Siglufirði. Þar fóru fram fjölbreyttir viðburðir, auk almennrar opnunar og heildarfjöldi gesta yfir helgina var um 3.300 manns. Þeir komu ýmist á safnið á eigin vegum, í skipulögðum hópum, með skemmtiferðaskipi eða voru hér sem gestir á málþingi, tónleikum, síldarsöltunum og síldarhlaðborði. Einnig fóru fram á Siglufirði bæði Norræn strandmenningarhátíð og árleg Þjóðlagahátíð. Síldarminjasafnið tók mikinn og virkan þátt í skipulagningu og framkvæmd Strandmenningarhátíðarinnar og fóru fram fjölbreyttir viðburðir í húsakynnum safnsins um helgina. Á vegum Þjóðlagahátíðar voru tónleikar bæði í Bátahúsinu og Olíutankanum, frá fimmtudegi til sunnudags. Auk almennrar...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal