Advertisement

Dagur: 16. júlí, 2018

Sumargleði í SR-Bygg

Fimmtudaginn 19. júlí verður haldin sumargleði í SR-Bygg á Siglufirði frá kl. 12:00 – 17:00 Grillað verður í hádeginu fyrir gesti og gangandi og heyrst hefur að meistari Magnús, verslunarstjóri í SR-Bygg verði með grilltangirnar. Einnig ætlar FM Trölli að skreppa við og spjalla við gesti og starfsfólk í beinni útsendingu. Boðið verður upp á flott tilboð af völdum vörum eins og garðvörum, grillvörum, útimálningu, viðarvörn, penslum, reiðhjólavörum, veiðivörum og gjafavörum. Það verður skemmtileg sumarstemming í SR-Bygg þar sem flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á tilboði.   Frétt: Kristín Sigurjónsdóttir...

Lesa meira

Mikil fjölgun hraðakstursbrota

Spurning er hvort hin nýja og glæsilega bifreið Lögreglunnar á Norðurlandi vestra hefur eitthvað með þessa fjölgun að gera. Sjá frétt frá því í vor á Trölla.is: Eins gott að keyra á löglegum hraða þann 13. júlí birtist þessi frétt í Húnahorninu. Það sem af er ári hefur reglulega verið sagt frá því í fréttum að kærur og sektir vegna hraðaksturs á Norðurlandi vestra hafi fjölgað mikið. Morgunblaðið fjallaði um málið og þar kemur fram að útgefnar kærur á árinu voru í þann 13. júní alls 3.689 talsins, samanborið við 1.417 á sama tíma fyrir ári og 602 árið...

Lesa meira

Ný persónuverndarlög hafa tekið gildi

Ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sem Alþingi samþykkti hinn 13. júní síðastliðinn tóku gildi þann 15. júlí. Á sama tíma féllu gildandi lög nr.77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga úr gildi. „Með hinum nýju lögum er innleidd almenna persónuverndarreglugerð ESB sem þekkt hefur verið undir skammstöfuninni GDPR (General Data Protection Regulation – reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga og niðurfellingu tilskipunar 95/46/EB),“ segir í frétt um nýju lögin á vef dómsmálaráðuneytisins. Reglugerðin var tekin upp í EES-samninginn á fundi sameiginlegu...

Lesa meira

Draumurinn er að rætast

Listasafnið á Akureyri fagnar 25 ára afmæli á þessu ári. Miklar endurbætur standa nú yfir á húsnæði safnsins og er ráðgert að endurbótum ljúki síðar í sumar.  Hlynur Hallsson safnstjóri segir að Akureyri sé menningarbær. „Já, heldur betur. Auk Listasafns Akureyrar höfum við fjölda safna í bænum, svo sem sinfóníuhljómsveit, menningarhús, leikhús, myndlistarskóla, tónlistarskóla, Græna hattinn og fleira og fleira. Fyrir bæjarfélag eins og Akureyri skiptir það miklu máli að eiga sitt eigið listasafn, bæði fyrir íbúana og ekki síður þá fjölmörgu gesti sem hingað koma.“ Bylting „Með þessum endurbótum á húsnæðinu er hægt að tala um byltingu í...

Lesa meira

Auglýst eftir skólastjóra

Staða skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar er laus til umsóknar. Nýr skólastjóri þarf að geta hafið störf í síðasta lagi 1. nóvember nk. Grunnskóli Fjallabyggðar er heildstæður grunnskóli með ríflega 200 nemendur og starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Skólaakstur er milli byggðarkjarna. Í skólanum er Uppbyggingarstefnan höfð að leiðarljósi og unnið gegn einelti skv. Olweusaráætlun. Nánari upplýsingar um skólann má finna á http://grunnskoli.fjallabyggd.is/ Í Fjallabyggð búa um 2000 íbúar. Nánari upplýsingar um Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru: Kraftur – Sköpun – Lífsgleði Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að viðhalda og byggja upp...

Lesa meira

Smellið á mynd

vefmyndavélar – smellið á mynd

Veðrið núna

Safn

Dagatal